Solskjær segir að De Gea þurfi á fleiri titlum að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 07:30 David de Gea hefur haldið marki sínu hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum Manchester United. EPA-EFE/Joe Giddens Spænski markvörðurinn David De Gea hefur verið lengi hjá Manchester United og hann spilar í kvöld sinn 400. leik fyrir félagið komist hann í byrjunarliðið hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Solskjær ræddi þessi tímamót Spánverjans í aðdraganda leiksins og hvað hann haldi að angri helst markvörðinn sinn þessum tímapunkti á ferli hans. David De Gea verður aðeins annar markvörðurinn í sögu Manchester United til að ná fjögur hundruð leikjum fyrir klúbbinn en hinn er Alex Stepney sem varði mark United frá 1966 til 1978. „Ég held að hann verði ekki sáttur með ferilinn sinn fyrr en hann vinnur fleiri titla,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um hinn 29 ára gamla spænska markvörð. David De Gea hefur fjórum sinnum verið valinn leikmaður ársins hjá Manchester United eða einu sinni oftar en Cristiano Ronaldo sem dæmi. David de Gea needs trophies to go with personal milestones, says Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer.Full story https://t.co/kHCfYljPKr #manutd #bbcfootball pic.twitter.com/QRPeasF78x— BBC Sport (@BBCSport) July 12, 2020 „Hann hefur unnið sér inn persónulegar viðurkenningar en David er ekki týpan sem er að hugsa um slíkt. Ég held að hann vilji að liðið vinni titla. Hann er búinn að vera svona lengi hjá Manchester United og hefur ekki unnið meira. Honum finnst það örugglega vera svartur blettur á ferli sínum, sagði Solskjær. De Gea hefur verið í níu tímabil hjá Manchester United og hefur bara orðið enskur meistari einu sinni auk þess að vinna einn bikarmeistaratitil, enska deildabikarinn einu sinni og svo Evrópudeildina einu sinni. De Gea var samt á bekknum í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Peter Schmeichel vann ellefu stóra titla með Manchester United þar af ensku deildina fimm sinnum en hann var í átta ár hjá Manchester United og lék 398 leiki fyrir félagið. David De Gea fékk á sig gagnrýni fyrir mark sem hann fékk á sig á móti Tottenham en hefur síðan haldið markinu hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum United liðsins. Manchester United liðið er líka farið að líta út eins og lið sem getur farið að blanda sér aftur í baráttuna um enska meistaratitilinn. Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Spænski markvörðurinn David De Gea hefur verið lengi hjá Manchester United og hann spilar í kvöld sinn 400. leik fyrir félagið komist hann í byrjunarliðið hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Solskjær ræddi þessi tímamót Spánverjans í aðdraganda leiksins og hvað hann haldi að angri helst markvörðinn sinn þessum tímapunkti á ferli hans. David De Gea verður aðeins annar markvörðurinn í sögu Manchester United til að ná fjögur hundruð leikjum fyrir klúbbinn en hinn er Alex Stepney sem varði mark United frá 1966 til 1978. „Ég held að hann verði ekki sáttur með ferilinn sinn fyrr en hann vinnur fleiri titla,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um hinn 29 ára gamla spænska markvörð. David De Gea hefur fjórum sinnum verið valinn leikmaður ársins hjá Manchester United eða einu sinni oftar en Cristiano Ronaldo sem dæmi. David de Gea needs trophies to go with personal milestones, says Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer.Full story https://t.co/kHCfYljPKr #manutd #bbcfootball pic.twitter.com/QRPeasF78x— BBC Sport (@BBCSport) July 12, 2020 „Hann hefur unnið sér inn persónulegar viðurkenningar en David er ekki týpan sem er að hugsa um slíkt. Ég held að hann vilji að liðið vinni titla. Hann er búinn að vera svona lengi hjá Manchester United og hefur ekki unnið meira. Honum finnst það örugglega vera svartur blettur á ferli sínum, sagði Solskjær. De Gea hefur verið í níu tímabil hjá Manchester United og hefur bara orðið enskur meistari einu sinni auk þess að vinna einn bikarmeistaratitil, enska deildabikarinn einu sinni og svo Evrópudeildina einu sinni. De Gea var samt á bekknum í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Peter Schmeichel vann ellefu stóra titla með Manchester United þar af ensku deildina fimm sinnum en hann var í átta ár hjá Manchester United og lék 398 leiki fyrir félagið. David De Gea fékk á sig gagnrýni fyrir mark sem hann fékk á sig á móti Tottenham en hefur síðan haldið markinu hreinu í þremur af síðustu fjórum leikjum United liðsins. Manchester United liðið er líka farið að líta út eins og lið sem getur farið að blanda sér aftur í baráttuna um enska meistaratitilinn.
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira