Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 06:27 Björgunarmaður á vettvangi flugslyssins í Shahedshahr, suðvestur af Teheran. Vísir/AP Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. Þetta kemur fram í skýrslu íranskra rannsakenda sem hefur ekki enn verið birt opinberlega en staðarmiðillinn Fars greinir frá niðurstöðum hennar. Vélin tók á loft frá alþjóðaflugvellinum í írönsku höfuðborginni þann 8. janúar síðastliðinn en var skotin niður fyrir mistök af írönskum hermönnum, sem töldu hana vera stýriflaug. Allir 176 um borð létust í slysinu en vélin var á leið til Kænugarðs í Úkraínu. Hún var í eigu flugfélagsins Ukraine International Airlines og var af gerðinni Boeing 737-800. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili frá herstöð skammt frá flugvellinum. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn héldu til, og áttu von á hefndaraðgerðum vegna drápsins á Qasem Soleimani. Í skýrslunni segir að hermennirnir hafi ekki náð sambandi við stjórnstöð sína og því var flaugunum skotið án formlegs samþykkis. Írönsk yfirvöld gáfu það út í síðasta mánuði að sex hefðu verið handteknir vegna málsins en hafa ekki enn afhent erlendum yfirvöldum flugritann. Á vef BBC segir að áætlað sé að senda ritann til Frakklands til skoðunar þann 20. júlí. Blaðamenn New York Times notuðu myndbönd, opinber gögn og viðtöl til að teikna ítarlega heildarmynd af þessari stuttu flugferð skömmu eftir slysið. Hér að neðan má sjá rannsókn þeirra. Íran Bandaríkin Úkraína Fréttir af flugi Tengdar fréttir Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. Þetta kemur fram í skýrslu íranskra rannsakenda sem hefur ekki enn verið birt opinberlega en staðarmiðillinn Fars greinir frá niðurstöðum hennar. Vélin tók á loft frá alþjóðaflugvellinum í írönsku höfuðborginni þann 8. janúar síðastliðinn en var skotin niður fyrir mistök af írönskum hermönnum, sem töldu hana vera stýriflaug. Allir 176 um borð létust í slysinu en vélin var á leið til Kænugarðs í Úkraínu. Hún var í eigu flugfélagsins Ukraine International Airlines og var af gerðinni Boeing 737-800. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili frá herstöð skammt frá flugvellinum. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn héldu til, og áttu von á hefndaraðgerðum vegna drápsins á Qasem Soleimani. Í skýrslunni segir að hermennirnir hafi ekki náð sambandi við stjórnstöð sína og því var flaugunum skotið án formlegs samþykkis. Írönsk yfirvöld gáfu það út í síðasta mánuði að sex hefðu verið handteknir vegna málsins en hafa ekki enn afhent erlendum yfirvöldum flugritann. Á vef BBC segir að áætlað sé að senda ritann til Frakklands til skoðunar þann 20. júlí. Blaðamenn New York Times notuðu myndbönd, opinber gögn og viðtöl til að teikna ítarlega heildarmynd af þessari stuttu flugferð skömmu eftir slysið. Hér að neðan má sjá rannsókn þeirra.
Íran Bandaríkin Úkraína Fréttir af flugi Tengdar fréttir Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52
Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16
Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent