Innlent

Minningar­at­höfn um for­sætis­ráð­herra­hjón og barna­barn þeirra

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ávarpar samkomugesti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók einnig til máls.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ávarpar samkomugesti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók einnig til máls. Vísir/Berghildur

Minningarathöfn var haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum.

Athöfnin hófst klukkan þrjú og var í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð ráðherrum og þingmönnum til athafnarinnar, sem fram fór við minningarstein um eldsvoðann sem reistur var árið 1971. Katrín hélt sjálf tölu og þá ávarpaði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og alnafni forsætisráðherrans heitins, einnig samkomuna. 

Bruninn var mikið reiðarslag fyrir þjóðina. Forsætisráðherrahjónin höfðu farið daginn áður, 9. júlí 1970, í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt.

Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra frá 1963 og fram að andláti árið 1970. Benedikt Vilmundarson, sem fórst með afa sínum og ömmu í brunanum 4 ára að aldri, var sonur Valgerðar Bjarnadóttur og Vilmundar Gylfasonar alþingismanna. 

Upptöku af athöfninni má sjá í heild í spilaranum hér ofar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×