Viðskipti innlent

Fasteignamarkaðurinn líflegur um þessar mundir

Andri Eysteinsson skrifar
Verð íbúða hækkaði á höfuðborgarsvæðinu um 5,5% sem er mesta 12 mánaða hækkun frá nóvember árið 2018.
Verð íbúða hækkaði á höfuðborgarsvæðinu um 5,5% sem er mesta 12 mánaða hækkun frá nóvember árið 2018. Vísir/Vilhelm

Vísbendingar eru um að fasteignamarkaður hér á landi sé líflegur um þessar mundir en samkvæmt mánaðarskýrslu Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar var fjöldi íbúða sem teknar voru af söluskrá síðustu tvo mánuði með hæsta móti.

Verð íbúða hækkaði á höfuðborgarsvæðinu um 5,5% sem er mesta 12 mánaða hækkun frá nóvember árið 2018. Á landsbyggðinni hægðist á verðhækkunum en í maí hafði íbúðaverð lækkað um 1,2%.

Þá benda tölur um þinglýsingar kaupsamninga til þess að þinglýsingum sé farið að fjölga á landsbyggðinni eftir að fjöldi dróst saman í samkomubanni vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Íbúðir seldar í maí voru þá að meðaltali 77 daga í sölu.

Í skýrslunni segir þá að ódýrara sé að leigja íbúð núna en í fyrra. Skarpar lækkanir hafi verið á leiguverði en hækkun íbúðaverðs hafi einnig stuðlað að lækkuninni.

Hrein ný útlán bankanna vegna íbúðarkaupa námu 22,3 ma. Kr. í maí og hafa útlánin aldrei verið meiri.+ Samkvæmt fasteignaskrá eru nú um 4.400 íbúðir með byggingarár 2019 eða 2020. Af þessum 4.400 íbúðum eru tæplega þúsund sérbýli en hinar eru í fjölbýlishúsum. Rúmlega 1.500 nýjar íbúðir eru í Reykjavík, nær 600 í Kópavogi og um 300 í Garðabæ, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Árborg og á Akureyri. Rangárþing ytra er eina sveitarfélagið, að Akureyrarbæ frátöldum, sem er í meira en klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og með yfir 30 nýjar íbúðir en Hella er stærsti byggðarkjarninn í sveitarfélaginu. Á Norðvesturlandi eru 33 nýjar íbúðir, á Vestfjörðum eru þær 21 og 14 á Austurlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×