Enn á gjörgæslu eftir brunann Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2020 15:41 Borgarbúar skildu eftir blóm, kerti og aðra muni eftir fyrir utan húsið til að minnast hinna látnu. vísir/einar Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra telur sig hafa borið kennsl á einstaklingana þrjá sem létu lífið í brunanum á Bræðraborgarstíg í lok júní. Í skeyti frá lögreglu kemur fram að hin látnu hafi öll verið pólskir ríkisborgarar sem störfuðu hér á landi, en Efling hafði áður greint frá því að tvö þeirra hafi verið félagsmenn stéttarfélagsins. Ræðismaður Póllands hér á landi sagði í samtali við fréttastofu að pólska samfélagið á Íslandi væri í sárum vegna málsins. Gengið væri út frá því að hin látnu væru Pólverjar á þrítugs- og fertugsaldri. Í orðsendingu lögreglunnar segir jafnframt að einn sem slasaðist í brunanum sé á gjörgæslu en þjóðerni hans er ekki tilgreint. Lögreglan segist ekki ætla að gefa upp nöfn hinna látnu, að ósk aðstandenda, og að hún muni ekki tjá sig frekar um framvindu rannsóknarinnar að svo stöddu. Málið er rannsakað sem sakamál og er áætlað að hún muni taka um tvo til þrjá mánuði. Slökkviliðið telur sig hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum. Hinn grunaði var handtekinn og sætir nú gæsluvarðhaldi. Vinir og aðstandendur tveggja þeirra sem létust í brunanum hófu hópfjármögnun svo að hægt væri að flytja þau til Póllands. Á upplýsingasíðu söfnunarinnar eru hin látnu sögð hafa heitið Szczepan og Justyna. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Tengdar fréttir Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00 Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. 2. júlí 2020 20:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra telur sig hafa borið kennsl á einstaklingana þrjá sem létu lífið í brunanum á Bræðraborgarstíg í lok júní. Í skeyti frá lögreglu kemur fram að hin látnu hafi öll verið pólskir ríkisborgarar sem störfuðu hér á landi, en Efling hafði áður greint frá því að tvö þeirra hafi verið félagsmenn stéttarfélagsins. Ræðismaður Póllands hér á landi sagði í samtali við fréttastofu að pólska samfélagið á Íslandi væri í sárum vegna málsins. Gengið væri út frá því að hin látnu væru Pólverjar á þrítugs- og fertugsaldri. Í orðsendingu lögreglunnar segir jafnframt að einn sem slasaðist í brunanum sé á gjörgæslu en þjóðerni hans er ekki tilgreint. Lögreglan segist ekki ætla að gefa upp nöfn hinna látnu, að ósk aðstandenda, og að hún muni ekki tjá sig frekar um framvindu rannsóknarinnar að svo stöddu. Málið er rannsakað sem sakamál og er áætlað að hún muni taka um tvo til þrjá mánuði. Slökkviliðið telur sig hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum. Hinn grunaði var handtekinn og sætir nú gæsluvarðhaldi. Vinir og aðstandendur tveggja þeirra sem létust í brunanum hófu hópfjármögnun svo að hægt væri að flytja þau til Póllands. Á upplýsingasíðu söfnunarinnar eru hin látnu sögð hafa heitið Szczepan og Justyna.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Tengdar fréttir Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00 Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. 2. júlí 2020 20:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00
Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. 2. júlí 2020 20:00