Lýsir undrun og furðu eftir að hafa sótt um lækkun en fengið hækkun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2020 11:47 Frá Breiðamerkursandi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnar Benjamínsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Unlimited, telur að vinnubrögð Ferðamálastofu við útreikninga á upphæð tryggingar sem fyrirtæki hans þarf að reiða af hendi séu bæði „forkastanleg“ og „fáránleg“. Hann sótti nýverið um lækkun á tryggingarupphæð vegna kórónuveirufaraldursins, en fékk þess í stað um 25 prósent hækkun. Jón Gunnar vakti sjálfur athygli á þessu í færslu í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar sem vakið hefur töluverða athygli. Þar lýsir hann því hvernig hann hafi sótt um lækkun á tryggingarupphæð til Ferðamálastofu en sem fyrr segið fengið umrædda hækkun. Hann lýsti upplifun sinni í viðtali í Bítinu í morgun. Þar vísaði hann í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð sem heimilar Ferðamálastofu að taka tillit til aðstæðna tryggingaskyldra aðila vegna Covid-19 faraldursins og áhrifa hans á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki við útreikning tryggingarfjárhæðar. „Þeir opna á þennan möguleika að við getum sótt um lækkun á þessu. Ég stekk á það og sæki um en löng saga stutt, í staðinn fyrir að fá hækkun þá fæ ég um það bil 25 prósent hækkun sem kom mér mjög á óvart. Ég var reyndar búinn að heyra að einhverjir hafi lent í þessu en ég hugsaði með mér að þeirra rekstur væri mögulega ekki sambærilegum mínum eða þeir hefðu einhverjar aðrar forsendur en við erum að reikna okkar út frá,“ sagði Jón Gunnar. Hann hafi skilað inn áætlun fyrir tekjur ársins 2021 og reiknað með að tryggingarupphæðin yrði stillt af miðað við það. Þess í stað voru tekjuupplýsingar frá árið 2019 notaðar. „Það eru ferðir sem er búið að afgreiða öllu leyti,“ sagði Jón Gunnar. „Ég á að fara borga tryggingu miðað við það plús það sem ferðamenn eiga inni hjá mér núna sem að eru fyrirframgreiddar ferðir fyrir 2020, ferðir sem við erum búin að færa til 2021.“ Umrædd færsla.Mynd/Skjáskot Hann segist hafa skilning á því að tekið sé viðmið af því sem ferðamenn séu búnir að greiða til hans en hann telur að miðað við þunga stöðu ferðaþjónustufyrirtæki eftir algjört hrun í komu ferðamanna hingað til lands sé það undarlegt að miða við árið 2019, þegar ferðamenn komu hingað í stórum stíl. „Að það sé miðað við rekstrarárið í fyrra, í svona ástandi, það er forkastanlegt og það er fáránlegt. Það er gríðarleg íþyngjandi fyrir ferðaskrifstofur,“ sagði Jón Gunnar. Niðurstaðan er sú að tryggingarupphæðin hækkar um 25 prósent en Jón Gunnar benti á í Facebook-færslunni að Ferðamálastofa væri nú þegar með 33 prósent hærri upphæð frá fyrirtæki Jóns Gunnars en þær upphæðir sem ferðamenn eigi inni hjá honum fyrir næsta ár. „Mér finnst eins og ég hafi verið narraður til að sækja um þetta og síðan þegar umsóknin er afgreidd þá fæ ég bara þveröfuga niðurstöðu. Það er eins og þeir hafi ætlað að tryggja sig og neytendur með belti og axlaböndum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Jón Gunnar Benjamínsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Unlimited, telur að vinnubrögð Ferðamálastofu við útreikninga á upphæð tryggingar sem fyrirtæki hans þarf að reiða af hendi séu bæði „forkastanleg“ og „fáránleg“. Hann sótti nýverið um lækkun á tryggingarupphæð vegna kórónuveirufaraldursins, en fékk þess í stað um 25 prósent hækkun. Jón Gunnar vakti sjálfur athygli á þessu í færslu í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar sem vakið hefur töluverða athygli. Þar lýsir hann því hvernig hann hafi sótt um lækkun á tryggingarupphæð til Ferðamálastofu en sem fyrr segið fengið umrædda hækkun. Hann lýsti upplifun sinni í viðtali í Bítinu í morgun. Þar vísaði hann í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð sem heimilar Ferðamálastofu að taka tillit til aðstæðna tryggingaskyldra aðila vegna Covid-19 faraldursins og áhrifa hans á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki við útreikning tryggingarfjárhæðar. „Þeir opna á þennan möguleika að við getum sótt um lækkun á þessu. Ég stekk á það og sæki um en löng saga stutt, í staðinn fyrir að fá hækkun þá fæ ég um það bil 25 prósent hækkun sem kom mér mjög á óvart. Ég var reyndar búinn að heyra að einhverjir hafi lent í þessu en ég hugsaði með mér að þeirra rekstur væri mögulega ekki sambærilegum mínum eða þeir hefðu einhverjar aðrar forsendur en við erum að reikna okkar út frá,“ sagði Jón Gunnar. Hann hafi skilað inn áætlun fyrir tekjur ársins 2021 og reiknað með að tryggingarupphæðin yrði stillt af miðað við það. Þess í stað voru tekjuupplýsingar frá árið 2019 notaðar. „Það eru ferðir sem er búið að afgreiða öllu leyti,“ sagði Jón Gunnar. „Ég á að fara borga tryggingu miðað við það plús það sem ferðamenn eiga inni hjá mér núna sem að eru fyrirframgreiddar ferðir fyrir 2020, ferðir sem við erum búin að færa til 2021.“ Umrædd færsla.Mynd/Skjáskot Hann segist hafa skilning á því að tekið sé viðmið af því sem ferðamenn séu búnir að greiða til hans en hann telur að miðað við þunga stöðu ferðaþjónustufyrirtæki eftir algjört hrun í komu ferðamanna hingað til lands sé það undarlegt að miða við árið 2019, þegar ferðamenn komu hingað í stórum stíl. „Að það sé miðað við rekstrarárið í fyrra, í svona ástandi, það er forkastanlegt og það er fáránlegt. Það er gríðarleg íþyngjandi fyrir ferðaskrifstofur,“ sagði Jón Gunnar. Niðurstaðan er sú að tryggingarupphæðin hækkar um 25 prósent en Jón Gunnar benti á í Facebook-færslunni að Ferðamálastofa væri nú þegar með 33 prósent hærri upphæð frá fyrirtæki Jóns Gunnars en þær upphæðir sem ferðamenn eigi inni hjá honum fyrir næsta ár. „Mér finnst eins og ég hafi verið narraður til að sækja um þetta og síðan þegar umsóknin er afgreidd þá fæ ég bara þveröfuga niðurstöðu. Það er eins og þeir hafi ætlað að tryggja sig og neytendur með belti og axlaböndum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira