Lýsir undrun og furðu eftir að hafa sótt um lækkun en fengið hækkun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2020 11:47 Frá Breiðamerkursandi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnar Benjamínsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Unlimited, telur að vinnubrögð Ferðamálastofu við útreikninga á upphæð tryggingar sem fyrirtæki hans þarf að reiða af hendi séu bæði „forkastanleg“ og „fáránleg“. Hann sótti nýverið um lækkun á tryggingarupphæð vegna kórónuveirufaraldursins, en fékk þess í stað um 25 prósent hækkun. Jón Gunnar vakti sjálfur athygli á þessu í færslu í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar sem vakið hefur töluverða athygli. Þar lýsir hann því hvernig hann hafi sótt um lækkun á tryggingarupphæð til Ferðamálastofu en sem fyrr segið fengið umrædda hækkun. Hann lýsti upplifun sinni í viðtali í Bítinu í morgun. Þar vísaði hann í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð sem heimilar Ferðamálastofu að taka tillit til aðstæðna tryggingaskyldra aðila vegna Covid-19 faraldursins og áhrifa hans á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki við útreikning tryggingarfjárhæðar. „Þeir opna á þennan möguleika að við getum sótt um lækkun á þessu. Ég stekk á það og sæki um en löng saga stutt, í staðinn fyrir að fá hækkun þá fæ ég um það bil 25 prósent hækkun sem kom mér mjög á óvart. Ég var reyndar búinn að heyra að einhverjir hafi lent í þessu en ég hugsaði með mér að þeirra rekstur væri mögulega ekki sambærilegum mínum eða þeir hefðu einhverjar aðrar forsendur en við erum að reikna okkar út frá,“ sagði Jón Gunnar. Hann hafi skilað inn áætlun fyrir tekjur ársins 2021 og reiknað með að tryggingarupphæðin yrði stillt af miðað við það. Þess í stað voru tekjuupplýsingar frá árið 2019 notaðar. „Það eru ferðir sem er búið að afgreiða öllu leyti,“ sagði Jón Gunnar. „Ég á að fara borga tryggingu miðað við það plús það sem ferðamenn eiga inni hjá mér núna sem að eru fyrirframgreiddar ferðir fyrir 2020, ferðir sem við erum búin að færa til 2021.“ Umrædd færsla.Mynd/Skjáskot Hann segist hafa skilning á því að tekið sé viðmið af því sem ferðamenn séu búnir að greiða til hans en hann telur að miðað við þunga stöðu ferðaþjónustufyrirtæki eftir algjört hrun í komu ferðamanna hingað til lands sé það undarlegt að miða við árið 2019, þegar ferðamenn komu hingað í stórum stíl. „Að það sé miðað við rekstrarárið í fyrra, í svona ástandi, það er forkastanlegt og það er fáránlegt. Það er gríðarleg íþyngjandi fyrir ferðaskrifstofur,“ sagði Jón Gunnar. Niðurstaðan er sú að tryggingarupphæðin hækkar um 25 prósent en Jón Gunnar benti á í Facebook-færslunni að Ferðamálastofa væri nú þegar með 33 prósent hærri upphæð frá fyrirtæki Jóns Gunnars en þær upphæðir sem ferðamenn eigi inni hjá honum fyrir næsta ár. „Mér finnst eins og ég hafi verið narraður til að sækja um þetta og síðan þegar umsóknin er afgreidd þá fæ ég bara þveröfuga niðurstöðu. Það er eins og þeir hafi ætlað að tryggja sig og neytendur með belti og axlaböndum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Jón Gunnar Benjamínsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Unlimited, telur að vinnubrögð Ferðamálastofu við útreikninga á upphæð tryggingar sem fyrirtæki hans þarf að reiða af hendi séu bæði „forkastanleg“ og „fáránleg“. Hann sótti nýverið um lækkun á tryggingarupphæð vegna kórónuveirufaraldursins, en fékk þess í stað um 25 prósent hækkun. Jón Gunnar vakti sjálfur athygli á þessu í færslu í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar sem vakið hefur töluverða athygli. Þar lýsir hann því hvernig hann hafi sótt um lækkun á tryggingarupphæð til Ferðamálastofu en sem fyrr segið fengið umrædda hækkun. Hann lýsti upplifun sinni í viðtali í Bítinu í morgun. Þar vísaði hann í tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem vakin er athygli á nýrri reglugerð sem heimilar Ferðamálastofu að taka tillit til aðstæðna tryggingaskyldra aðila vegna Covid-19 faraldursins og áhrifa hans á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki við útreikning tryggingarfjárhæðar. „Þeir opna á þennan möguleika að við getum sótt um lækkun á þessu. Ég stekk á það og sæki um en löng saga stutt, í staðinn fyrir að fá hækkun þá fæ ég um það bil 25 prósent hækkun sem kom mér mjög á óvart. Ég var reyndar búinn að heyra að einhverjir hafi lent í þessu en ég hugsaði með mér að þeirra rekstur væri mögulega ekki sambærilegum mínum eða þeir hefðu einhverjar aðrar forsendur en við erum að reikna okkar út frá,“ sagði Jón Gunnar. Hann hafi skilað inn áætlun fyrir tekjur ársins 2021 og reiknað með að tryggingarupphæðin yrði stillt af miðað við það. Þess í stað voru tekjuupplýsingar frá árið 2019 notaðar. „Það eru ferðir sem er búið að afgreiða öllu leyti,“ sagði Jón Gunnar. „Ég á að fara borga tryggingu miðað við það plús það sem ferðamenn eiga inni hjá mér núna sem að eru fyrirframgreiddar ferðir fyrir 2020, ferðir sem við erum búin að færa til 2021.“ Umrædd færsla.Mynd/Skjáskot Hann segist hafa skilning á því að tekið sé viðmið af því sem ferðamenn séu búnir að greiða til hans en hann telur að miðað við þunga stöðu ferðaþjónustufyrirtæki eftir algjört hrun í komu ferðamanna hingað til lands sé það undarlegt að miða við árið 2019, þegar ferðamenn komu hingað í stórum stíl. „Að það sé miðað við rekstrarárið í fyrra, í svona ástandi, það er forkastanlegt og það er fáránlegt. Það er gríðarleg íþyngjandi fyrir ferðaskrifstofur,“ sagði Jón Gunnar. Niðurstaðan er sú að tryggingarupphæðin hækkar um 25 prósent en Jón Gunnar benti á í Facebook-færslunni að Ferðamálastofa væri nú þegar með 33 prósent hærri upphæð frá fyrirtæki Jóns Gunnars en þær upphæðir sem ferðamenn eigi inni hjá honum fyrir næsta ár. „Mér finnst eins og ég hafi verið narraður til að sækja um þetta og síðan þegar umsóknin er afgreidd þá fæ ég bara þveröfuga niðurstöðu. Það er eins og þeir hafi ætlað að tryggja sig og neytendur með belti og axlaböndum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira