Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 22:41 Ummerki um eldinn sem kom upp í kjarnorkustöðinni í Natanz á fimmtudag. Írönsk stjórnvöld reyndu í fyrstu að gera lítið úr atvikinu en viðurkenna nú að ný skilvinda hafi verið á meðal þess sem skemmdist. Vísir/EPA Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. Engan sakaði þegar eldur kviknaði í kjarnorkustöðinni þar sem Íranar auðga úran. Stjórnvöld í Teheran fullyrða að þau viti hvað olli eldinum en hafa ekki viljað greina frá orsökunum af „öryggisástæðum“. Þau hafa ýjað að því að um tölvuárás hafi verið ræða, mögulega runnin undan rifjum Ísraela. Varnarmálaráðherra Ísraels gerði lítið úr þeim vangaveltum í dag án þess þó að hafna ábyrgð með berum orðum. „Ekki hafa allar uppákomur sem verða í Íran endilega eitthvað að gera með okkur,“ sagði Benny Gantz og gaf í skyn að Íranar kynnu ekki á flókin kerfi í dag. Talsmaður kjarnorkustofnunar Írans segir að nýr og fullkomnari búnaður komi í staðinn fyrir þann sem skemmdist í eldinum í síðustu viku. Uppákoman gæti þó hægt að þróun og framleiðslu á skilvindum sem eru notaðar til að auðga úran, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Íranar hófu þróun á nýjum og fullkomnari skilvindum eftir að Bandaríkjastjórn ákvað einhliða að rifta kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Samningurinn kvað á um að heimsveldin afléttu refsiaðgerðum gegn Íran gegn því að landið takmarkaði kjarnorkuáætlun sína. Íranar hafa lengi haldið því fram að áætlunin sé aðeins í friðsamlegum tilgangi og sé ekki ætlað að þróa kjarnavopn. Íran Ísrael Tengdar fréttir Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. 3. júlí 2020 15:24 „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. Engan sakaði þegar eldur kviknaði í kjarnorkustöðinni þar sem Íranar auðga úran. Stjórnvöld í Teheran fullyrða að þau viti hvað olli eldinum en hafa ekki viljað greina frá orsökunum af „öryggisástæðum“. Þau hafa ýjað að því að um tölvuárás hafi verið ræða, mögulega runnin undan rifjum Ísraela. Varnarmálaráðherra Ísraels gerði lítið úr þeim vangaveltum í dag án þess þó að hafna ábyrgð með berum orðum. „Ekki hafa allar uppákomur sem verða í Íran endilega eitthvað að gera með okkur,“ sagði Benny Gantz og gaf í skyn að Íranar kynnu ekki á flókin kerfi í dag. Talsmaður kjarnorkustofnunar Írans segir að nýr og fullkomnari búnaður komi í staðinn fyrir þann sem skemmdist í eldinum í síðustu viku. Uppákoman gæti þó hægt að þróun og framleiðslu á skilvindum sem eru notaðar til að auðga úran, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Íranar hófu þróun á nýjum og fullkomnari skilvindum eftir að Bandaríkjastjórn ákvað einhliða að rifta kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Samningurinn kvað á um að heimsveldin afléttu refsiaðgerðum gegn Íran gegn því að landið takmarkaði kjarnorkuáætlun sína. Íranar hafa lengi haldið því fram að áætlunin sé aðeins í friðsamlegum tilgangi og sé ekki ætlað að þróa kjarnavopn.
Íran Ísrael Tengdar fréttir Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. 3. júlí 2020 15:24 „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. 3. júlí 2020 15:24
„Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16