Bryson DeChambeau sigraði Rocket Mortgage Classic Ísak Hallmundarson skrifar 5. júlí 2020 23:00 Bryson DeChambeau með verðlaunagripinn. getty/Gregory Shamus Bryson DeChambeau bar sigur úr býtum á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi. Lokahringur mótsins fór fram í dag en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi. Fyrir daginn í dag var DeChambeau í öðru sæti á sextán höggum undir pari, þremur höggum á eftir Matthew Wolff. DeChambeau lék frábærlega á lokahringnum, fékk þrjá fugla á síðustu þremur holunum og kom í hús á sjö höggum undir pari og var samtals á 23 höggum undir pari á mótinu. Þetta var sjötti sigur hans á PGA-móti. Wolff sem hafði leikið frábært golf alla helgina átti ekki eins góðan hring í dag og spilaði á 71 höggi, einu höggi undir pari og því samtals 20 höggum undir pari. Næstur á eftir þeim í þriðja sætinu var Kevin Kisner sem var átján höggum undir pari á mótinu. Það voru síðan fjórir kylfingar jafnir í fjórða sætinu á sextán höggum undir pari. Ricki Fowler, eitt þekktasta nafn mótsins, lék fjórtán höggum undir pari og endaði í 12. sæti. Hann lék lokahringinn í dag á 67 höggum, fimm höggum undir pari vallarins. Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bryson DeChambeau bar sigur úr býtum á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi. Lokahringur mótsins fór fram í dag en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi. Fyrir daginn í dag var DeChambeau í öðru sæti á sextán höggum undir pari, þremur höggum á eftir Matthew Wolff. DeChambeau lék frábærlega á lokahringnum, fékk þrjá fugla á síðustu þremur holunum og kom í hús á sjö höggum undir pari og var samtals á 23 höggum undir pari á mótinu. Þetta var sjötti sigur hans á PGA-móti. Wolff sem hafði leikið frábært golf alla helgina átti ekki eins góðan hring í dag og spilaði á 71 höggi, einu höggi undir pari og því samtals 20 höggum undir pari. Næstur á eftir þeim í þriðja sætinu var Kevin Kisner sem var átján höggum undir pari á mótinu. Það voru síðan fjórir kylfingar jafnir í fjórða sætinu á sextán höggum undir pari. Ricki Fowler, eitt þekktasta nafn mótsins, lék fjórtán höggum undir pari og endaði í 12. sæti. Hann lék lokahringinn í dag á 67 höggum, fimm höggum undir pari vallarins.
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira