Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2020 20:00 Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. Arkitektinn hafði sent viðvörun á byggingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg þar sem hann lýsti hættulegum aðstæðum íbúa í húsinu sem brann. Birgir Jóhannesson arkitekt á heima beint á móti húsinu. Þrír létust í eldsvoðanum en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Félagið HD verk á húsið en þar bjuggu útlendingar sem vinna hér á landi. Birgir hefur mikla reynslu af endurgerð gamalla húsa og hafði lengi haft áhyggjur af íbúum hússins. Hann sendi bréf á byggingarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg í lok apríl í fyrra sem ber heitið Hætta vegna Bræðraborgarstígs 1. Afrit var sent á borgarstjóra. Þar segir að íbúar á Vesturgötu 51a telji að þeir séu í hættu vegna hússins á Bræðraborgarstíg. Þar leki rigningarvatn inn með öllum gluggum, klæðning sé dottin af þaki og rennur brotnar. Það sé greinilega mikill raki inn í veggjum og rafmagn inn í veggjum. Hann telji að þar geti verið virkileg hætta á ferð. Burðarvirkið gæti verið virkilega skaddað og rafmagnið hættulegt í rakanum. Ef það kvikni í húsinu þá muni það brenna hratt og falla fljótt. Þá segir húsið hafi viljandi verið látið grotna niður í mörg ár og að nú þurfi virkilega að bregðast við. Hættan sé raunveruleg. „Ég sá að það lak inn í það, undir gluggum og það var sýnilegt að það voru ekki flóttaleiðir og mikið af fólki sem býr í húsinu. Það er bara ein flóttaleið, engar brunahurðir og engir opnanlegir gluggar á báðum efri hæðunum,“ segir Birgir. Hann segir að ástand hússins hafi lengi verið slæmt. „Síðan brotnuðu reglulega rúður í húsinu og það tók stundum marga mánuði að gera við gluggana,“ segir Birgir. Hann segist einnig hafa hringt í byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlitið vegna málsins. „Þeir töluðu nú um að það væru litlir möguleikar til að gera eitthvað í lögunum. Ég var nú samt að reyna benda þeim á að það væri nú fólk í hættu og það þyrfti þá að breyta lögunum , þetta gæti ekki verið svona.“ Það hafi verið gríðarlega erfitt að sjá húsið brenna. „Það var fullt af góðu fólki sem bjó í þessu húsi og sérstaklega á efri hæðunum sem sumt er búið að vera hérna lengi. Fólk er náttúrulega bara í sjokki. Við vorum að horfa upp á nágranna okkar brenna inni,“ segir Birgir. Þá hafi barn búið í húsinu fyrir ekki svo löngu. „Það var skólafélagi sonar míns,“ segir Birgir. Húsið var í eigu HD verk ehf. Félagið á einnig húsið á Bræðraborgarstíg þrjú og þar býr einnig erlent verkafólk. „Við höfum enn þá áhyggjur af hinu húsinu. Það er ekki jafn slæmt því það er minna hús en það eru ekki flóttaleiðir þar. Það væri gott ef það hús yrðið skoðað,“ segir Birgir. Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. Arkitektinn hafði sent viðvörun á byggingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg þar sem hann lýsti hættulegum aðstæðum íbúa í húsinu sem brann. Birgir Jóhannesson arkitekt á heima beint á móti húsinu. Þrír létust í eldsvoðanum en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Félagið HD verk á húsið en þar bjuggu útlendingar sem vinna hér á landi. Birgir hefur mikla reynslu af endurgerð gamalla húsa og hafði lengi haft áhyggjur af íbúum hússins. Hann sendi bréf á byggingarfulltrúa hjá Reykjavíkurborg í lok apríl í fyrra sem ber heitið Hætta vegna Bræðraborgarstígs 1. Afrit var sent á borgarstjóra. Þar segir að íbúar á Vesturgötu 51a telji að þeir séu í hættu vegna hússins á Bræðraborgarstíg. Þar leki rigningarvatn inn með öllum gluggum, klæðning sé dottin af þaki og rennur brotnar. Það sé greinilega mikill raki inn í veggjum og rafmagn inn í veggjum. Hann telji að þar geti verið virkileg hætta á ferð. Burðarvirkið gæti verið virkilega skaddað og rafmagnið hættulegt í rakanum. Ef það kvikni í húsinu þá muni það brenna hratt og falla fljótt. Þá segir húsið hafi viljandi verið látið grotna niður í mörg ár og að nú þurfi virkilega að bregðast við. Hættan sé raunveruleg. „Ég sá að það lak inn í það, undir gluggum og það var sýnilegt að það voru ekki flóttaleiðir og mikið af fólki sem býr í húsinu. Það er bara ein flóttaleið, engar brunahurðir og engir opnanlegir gluggar á báðum efri hæðunum,“ segir Birgir. Hann segir að ástand hússins hafi lengi verið slæmt. „Síðan brotnuðu reglulega rúður í húsinu og það tók stundum marga mánuði að gera við gluggana,“ segir Birgir. Hann segist einnig hafa hringt í byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlitið vegna málsins. „Þeir töluðu nú um að það væru litlir möguleikar til að gera eitthvað í lögunum. Ég var nú samt að reyna benda þeim á að það væri nú fólk í hættu og það þyrfti þá að breyta lögunum , þetta gæti ekki verið svona.“ Það hafi verið gríðarlega erfitt að sjá húsið brenna. „Það var fullt af góðu fólki sem bjó í þessu húsi og sérstaklega á efri hæðunum sem sumt er búið að vera hérna lengi. Fólk er náttúrulega bara í sjokki. Við vorum að horfa upp á nágranna okkar brenna inni,“ segir Birgir. Þá hafi barn búið í húsinu fyrir ekki svo löngu. „Það var skólafélagi sonar míns,“ segir Birgir. Húsið var í eigu HD verk ehf. Félagið á einnig húsið á Bræðraborgarstíg þrjú og þar býr einnig erlent verkafólk. „Við höfum enn þá áhyggjur af hinu húsinu. Það er ekki jafn slæmt því það er minna hús en það eru ekki flóttaleiðir þar. Það væri gott ef það hús yrðið skoðað,“ segir Birgir.
Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira