Lögreglu gert að hefja aftur rannsókn á meintu kynferðisbroti gegn barnungum systrum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2020 19:00 Ríkissaksóknari hefur gert lögreglu að hefja aftur rannsókn á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum sem lögregla lét niður falla í mars. Því er beint til lögreglu að leggja þurfi áherslu á að finna meintan geranda og þær kynferðislegu myndir af þeim sem hann kann að hafa í vörslu sinni Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum gagnrýndi lögmaður rannsókn lögreglu á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum. Grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega á stúlkunum og teknar af yngri systurinni kynferðislegar myndir. Málið var látið niður falla eftir rúmlega ár í rannsókn. Atvikið á að hafa átt sér stað í mars í fyrra er þær voru lokkaðar inn í íbúð í Holtahverfi í Reykjavík þegar þær höfðu verið úti að leika sér. Ástæða niðurfellingar málsins hjá lögreglu var sú að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós hver meintur gerandi er. Stúlkurnar voru ekki boðaðar í skýrslutöku hjá Barnahúsi fyrr en tveimur mánuðum eftir að móðir þeirra lagði fram kæru. Þá leið annar mánuður þar til lögregla fór á vettvang og bað stúlkurnar að benda á húsið þar sem atvikið á að hafa átt sér stað. Fjölskyldan telur rannsókn lögreglu hafa verið mjög ábótavant og kærði málið til ríkissaksóknara. Í síðustu viku felldi ríkissaksóknari niðurfellinguna úr gildi. Í afstöðu ríkissaksóknara segir að rannsaka hefði mátt málið nánar. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og trúverðugrar lýsingar eldri stúlkunnar, sem studd er lýsingu yngri stúlkunnar, sé það álit ríkissaksóknara að halda skuli rannsókn málsins áfram. Leggja þurfi áherslu á það að finna meintan geranda og þær myndir af yngri stúlkunni sem hann kann að hafa í vörslu sinni. Óljóst sé af rannsóknargögnum hvaða íbúð eða íbúðum hússins rannsóknin beindist að og eru engar myndir af húsinu meðal gagna málsins. Úr því þurfi að bæta. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gert lögreglu að hefja aftur rannsókn á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum sem lögregla lét niður falla í mars. Því er beint til lögreglu að leggja þurfi áherslu á að finna meintan geranda og þær kynferðislegu myndir af þeim sem hann kann að hafa í vörslu sinni Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum gagnrýndi lögmaður rannsókn lögreglu á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum. Grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega á stúlkunum og teknar af yngri systurinni kynferðislegar myndir. Málið var látið niður falla eftir rúmlega ár í rannsókn. Atvikið á að hafa átt sér stað í mars í fyrra er þær voru lokkaðar inn í íbúð í Holtahverfi í Reykjavík þegar þær höfðu verið úti að leika sér. Ástæða niðurfellingar málsins hjá lögreglu var sú að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós hver meintur gerandi er. Stúlkurnar voru ekki boðaðar í skýrslutöku hjá Barnahúsi fyrr en tveimur mánuðum eftir að móðir þeirra lagði fram kæru. Þá leið annar mánuður þar til lögregla fór á vettvang og bað stúlkurnar að benda á húsið þar sem atvikið á að hafa átt sér stað. Fjölskyldan telur rannsókn lögreglu hafa verið mjög ábótavant og kærði málið til ríkissaksóknara. Í síðustu viku felldi ríkissaksóknari niðurfellinguna úr gildi. Í afstöðu ríkissaksóknara segir að rannsaka hefði mátt málið nánar. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og trúverðugrar lýsingar eldri stúlkunnar, sem studd er lýsingu yngri stúlkunnar, sé það álit ríkissaksóknara að halda skuli rannsókn málsins áfram. Leggja þurfi áherslu á það að finna meintan geranda og þær myndir af yngri stúlkunni sem hann kann að hafa í vörslu sinni. Óljóst sé af rannsóknargögnum hvaða íbúð eða íbúðum hússins rannsóknin beindist að og eru engar myndir af húsinu meðal gagna málsins. Úr því þurfi að bæta.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira