Vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum á stórum mannamótum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2020 12:30 Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Goslokahátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum og hefur hátíðin farið vel fram að sögn aðalvarðstjóra almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. „Við höfum ekki heyrt af neinu sem hefur komið inn á okkar borð þaðan. Hátíðin var náttúrulega sniðin eftir vexti miðað við það sem er í gangi og við höfðum til fólks að það reyni að halda þesari smitgát og fylgja þeim leiðbeiningum sem skipuleggjendur hafa gefið varðandi fjölda á svæðinu og annað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Skipuleggjendur knattspyrnumóts N1 sem fram fer á Akureyri um helgina þurftu að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Skipuleggjendur höfðu samband við lögregluna því þeir voru varir við það að aðallega foreldrar voru ekki að fylgja leiðbeiningum og merkingum þessara hólfaskiptinga sem settar voru upp. Fólk var að fara á milli og fór ekki eftir skipulaginu. Lögreglan brást við með því að vera sýnilegri á svæðinu en auðvitað ætti þess ekki að þurfa. Það vita allir afhverju þessar ráðstafanir eru gerðar,“ sagði Rögnvaldur. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir vonbrigði að fólk fylgi ekki fyrirmælum. „Síðan eru það líka vonbrigði að þegar það er verið að leggja mikið á sig til að geta haldið svona mót og ráðstafanir gerðar - að fólk fari síðan ekki eftir leiðbeiningum vitandi hvaða hagsmunir eru í húfi. Vitandi líka að þetta getur orðið til þess að það sé ekki hægt að halda svona viðburði,“ sagði Rögnvaldur. Hann tekur undir með forstöðumanni á Landspítalanum sem kom fram í kvöldfréttum í gær og sagði fólk orðið of værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. „Ég tek heilshugar undir það. Við upplifum þetta núna eins og margir haldi að nú sé þetta bara búið en það er það náttúrulega ekki það eru margar vikur eða mánuðir eftir og við þurfum að halda vöku okkar og vera eins dugleg og við vorum í vetur,“ sagði Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Akureyri Fótbolti Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Goslokahátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum og hefur hátíðin farið vel fram að sögn aðalvarðstjóra almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. „Við höfum ekki heyrt af neinu sem hefur komið inn á okkar borð þaðan. Hátíðin var náttúrulega sniðin eftir vexti miðað við það sem er í gangi og við höfðum til fólks að það reyni að halda þesari smitgát og fylgja þeim leiðbeiningum sem skipuleggjendur hafa gefið varðandi fjölda á svæðinu og annað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Skipuleggjendur knattspyrnumóts N1 sem fram fer á Akureyri um helgina þurftu að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Skipuleggjendur höfðu samband við lögregluna því þeir voru varir við það að aðallega foreldrar voru ekki að fylgja leiðbeiningum og merkingum þessara hólfaskiptinga sem settar voru upp. Fólk var að fara á milli og fór ekki eftir skipulaginu. Lögreglan brást við með því að vera sýnilegri á svæðinu en auðvitað ætti þess ekki að þurfa. Það vita allir afhverju þessar ráðstafanir eru gerðar,“ sagði Rögnvaldur. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir vonbrigði að fólk fylgi ekki fyrirmælum. „Síðan eru það líka vonbrigði að þegar það er verið að leggja mikið á sig til að geta haldið svona mót og ráðstafanir gerðar - að fólk fari síðan ekki eftir leiðbeiningum vitandi hvaða hagsmunir eru í húfi. Vitandi líka að þetta getur orðið til þess að það sé ekki hægt að halda svona viðburði,“ sagði Rögnvaldur. Hann tekur undir með forstöðumanni á Landspítalanum sem kom fram í kvöldfréttum í gær og sagði fólk orðið of værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. „Ég tek heilshugar undir það. Við upplifum þetta núna eins og margir haldi að nú sé þetta bara búið en það er það náttúrulega ekki það eru margar vikur eða mánuðir eftir og við þurfum að halda vöku okkar og vera eins dugleg og við vorum í vetur,“ sagði Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Akureyri Fótbolti Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira