Harðlínumaður settur yfir öryggismál í Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 11:04 Mótmælandi handtekinn í Hong Kong á miðvikudag þegar þess var minnst að 23 voru liðin frá því að Bretar skiluðu borgríkinu í hendur Kína. Samkomulag ríkjanna kvað á um að Hong Kong-búar nytu borgararéttinda í að minnsta kosti 50 ár eftir skiptin. Gagnrýnendur öryggislaganna segja þau hafa það samkomulag að engu. Vísir/EPA Kínversk stjórnvöld hafa skipað harðlínumann yfir nýja öryggisstofnun fyrir Hong Kong á grundvelli umdeildra öryggislaga. Hann átti meðal annars þátt í að bæla niður mótmæli gegn spillingu í Guangdong-héraði árið 2011. Nýju stofnunni er ætlað að framfylgja öryggislögunum sem voru samþykkt fyrir Hong Kong í vikunni. Hún verður óháð öðrum stofnunum og sætir ekki neinum lagalegum takmörkunum. Með lögunum er nú saknæmt að grafa undan og gagnrýna kínversk stjórnvöld að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Gagnrýnendur laganna segja þau svipta íbúa Hong Kong frelsi sem þeim var lofað þegar Bretar afhentu Kínverjum borgríkið árið 1997. Zheng Yanxiong hefur verið skipaður yfirmaður stofnunarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé best þekktur fyrir að kveða niður mótmæli í þorpinu Wukan í Guangdong-héraði í sunnanverðu Kína fyrir tæpum áratug. Mótmælin í Wukan snerust um eignarnám ríkisins á jörðin þorpsbúa. Þeir sökuðu embættismenn um að spillingu og að stela jörðum þeirra í samkurli við verktaka. Hröktu þorpsbúar embættismenn þaðan. Í kjölfarið tryggðu þeir sé lýðræðislegar umbætur fyrir svæðið Þegar mótmælin blossuðu upp aftur fimm árum síðar vegna vanefnda stjórnvalda sendi Zheng, sem var háttsettur leiðtogi Kommúnistaflokksins í Guangdong, hundruð óeirðarlögreglumanna til að leggja þorpið undir sig. Fjöldi manns var handtekinn. Tíu mótmælendur í Hong Kong hafa þegar verið ákærðir á grundvelli nýju laganna og hundruð hafa verið handtekin í átökum lögreglu og mótmælenda. Nokkrir leiðtogar lýðræðissinna hafa hörfað og að minnsta kosti einn flúið land. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er ökumaður bifhjóls sem ók inn í hóp lögreglumanna sem fána sem á var letrað slagorð um sjálfstæði Hong Kong. Hann er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og hryðjuverka. Vestræn ríki hafa gagnrýnt nýju lögin og Bretar hafa boðið Hong Kong-búum landvistarleyfi eftir samþykkt þeirra. Stjórnvöld í Beijing vísa allri gagnrýni á bug og segja lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir fjöldamótmæli fyrir lýðræði eins og þau sem geisuðu í borgríkinu um margra mánaða skeið í fyrra. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Bandaríska þingið samþykkti viðskiptaþvinganir og Bretar ætla að bjóða milljónum íbúa Hong Kong dvalarleyfi. 2. júlí 2020 19:00 Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa skipað harðlínumann yfir nýja öryggisstofnun fyrir Hong Kong á grundvelli umdeildra öryggislaga. Hann átti meðal annars þátt í að bæla niður mótmæli gegn spillingu í Guangdong-héraði árið 2011. Nýju stofnunni er ætlað að framfylgja öryggislögunum sem voru samþykkt fyrir Hong Kong í vikunni. Hún verður óháð öðrum stofnunum og sætir ekki neinum lagalegum takmörkunum. Með lögunum er nú saknæmt að grafa undan og gagnrýna kínversk stjórnvöld að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Gagnrýnendur laganna segja þau svipta íbúa Hong Kong frelsi sem þeim var lofað þegar Bretar afhentu Kínverjum borgríkið árið 1997. Zheng Yanxiong hefur verið skipaður yfirmaður stofnunarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé best þekktur fyrir að kveða niður mótmæli í þorpinu Wukan í Guangdong-héraði í sunnanverðu Kína fyrir tæpum áratug. Mótmælin í Wukan snerust um eignarnám ríkisins á jörðin þorpsbúa. Þeir sökuðu embættismenn um að spillingu og að stela jörðum þeirra í samkurli við verktaka. Hröktu þorpsbúar embættismenn þaðan. Í kjölfarið tryggðu þeir sé lýðræðislegar umbætur fyrir svæðið Þegar mótmælin blossuðu upp aftur fimm árum síðar vegna vanefnda stjórnvalda sendi Zheng, sem var háttsettur leiðtogi Kommúnistaflokksins í Guangdong, hundruð óeirðarlögreglumanna til að leggja þorpið undir sig. Fjöldi manns var handtekinn. Tíu mótmælendur í Hong Kong hafa þegar verið ákærðir á grundvelli nýju laganna og hundruð hafa verið handtekin í átökum lögreglu og mótmælenda. Nokkrir leiðtogar lýðræðissinna hafa hörfað og að minnsta kosti einn flúið land. Á meðal þeirra sem eru ákærðir er ökumaður bifhjóls sem ók inn í hóp lögreglumanna sem fána sem á var letrað slagorð um sjálfstæði Hong Kong. Hann er ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og hryðjuverka. Vestræn ríki hafa gagnrýnt nýju lögin og Bretar hafa boðið Hong Kong-búum landvistarleyfi eftir samþykkt þeirra. Stjórnvöld í Beijing vísa allri gagnrýni á bug og segja lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir fjöldamótmæli fyrir lýðræði eins og þau sem geisuðu í borgríkinu um margra mánaða skeið í fyrra.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Bandaríska þingið samþykkti viðskiptaþvinganir og Bretar ætla að bjóða milljónum íbúa Hong Kong dvalarleyfi. 2. júlí 2020 19:00 Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Bandaríska þingið samþykkti viðskiptaþvinganir og Bretar ætla að bjóða milljónum íbúa Hong Kong dvalarleyfi. 2. júlí 2020 19:00
Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00