Þrífst á samkeppni og er fyrirmynd fyrir aðra leikmenn deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2020 15:00 Guðjón í leik gegn Stjörnunni síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Það var mikið um að vera á lokadegi félagaskiptagluggans hér á landi en stærstu skiptin voru eflaust þau að Guðjón Pétur Lýðsson er orðinn leikmaður Stjörnunnar. Hann kemur á láni frá Breiðabliki. „Það er mikil samkeppni hjá Stjörnunni en Guðjón Pétur er leikmaður sem þrífst á samkeppni. Hann er leikmaður sem aðrir fótboltamenn eiga að taka til fyrirmyndar,“ sagði Máni Pétursson, einn af sérfræðingum Pepsi Max Stúkunnar. Máni er mjög ánægður með komu Guðjóns í Stjörnuna.Vísir/Stöð 2 Sport „Að fá Guðjón Pétur í Stjörnuna er mjög mikilvægt. Hann er fyrirmynd fyrir unga drengi sem þurfa alltaf að vera með öruggt byrjunarliðssæti og byrja að væla eða kvarta þegar þeir eru ekki í liðinu. Þannig leyfa þeir þjálfaranum að brjóta sig niður. Guðjón er ekki þannig, hann lætur það ekki hafa nein áhrif á sig,“ sagði Máni. Máni sagðist hafa heyrt eftirfarandi frá gömlum þjálfara Guðjóns: „Ef að þjálfarinn sagði Guðjóni að hann yrði á varamannabekknum í næsta leik þá var hann reglulega besti leikmaður liðsins á æfingu fyrir leik og endaði á að skora í næsta leik.“ „Hann er með hugarfar sem hefur lengi vantað í Stjörnuna. Guðjón Pétur tekur allri samkeppni fagnandi og til að mynda þegar Valur var að styrkja sig þá tók Guðjón best á móti leikmönnum sem spiluðu hans stöðu. Guðjón fagnaði samkeppninni og horfði á það þannig að þeir myndu gera hann að betri leikmanni.“ „Guðjón þrífst einfaldlega á því að vera í besta liðinu og með besta leikmannahópinn. Það segir sitt að hann hafi valið Stjörnuna frekar en önnur lið þar sem honum var nánast lofað byrjunarliðssæti. Guðjón vill hafa fyrir hlutunum og hann væri aldrei að mæta í Stjörnuna ef hann hefði ekki trú á því að hann gæti haft áhrif á liðið og leikmannahópinn.“ Máni benti svo pent á það að Stjarnan hefur aldrei orðið Íslandsmeistari – karla megin allavega – án þess að það sé Álftnesingur í leikmannahópi liðsins. „Ég fagna því að Stjarnan hafi náð í Guðjón Pétur. Þeir hafa gert tilraunir til þess áður og klúðrað því á ævintýralegan hátt oftar en einu sinni. Þeir þurfa karakterinn sem Guðjón er og ég held að þetta séu ótrúlega gott fyrir Stjörnuna.“ Máni telur að fjarvera Guðjóns gæti haft áhrif á Blikana þegar fram líða stundir. „Ég held það hafi ekki verið draumastaða fyrir Breiðablik að senda Guðjón í Stjörnuna. Þeir vildu frekar senda hann í lið sem væri ekki í jafn mikilli samkeppni en Guðjón vildi bara ekki fara neitt annað. Hann vildi bara fara í Garðabæinn.“ „Ég veit ekki hversu mikil áhrif þetta mun hafa á Blikana. Þeir eru náttúrulega ótrúlega vel mannaðir á miðsvæðinu. Mögulega hefur þetta áhrif þegar það fer að líða á tímabilið og reynslan fer að spila meiri þátt. Þar hefði Guðjón geta komið sterkur inn.“ „Það er oft þannig að þegar þjálfarar koma inn þá vilja þeir fá sína menn. Guðjón er þannig að hann spyr mikið af spurningum og ef hann er ekki sammála þjálfaranum þá lætur hann vita af því. Það er spurning hvort Óskar Hrafn [Þorvaldsson, þjálfari Blika], hafi ekki haft þolinmæði fyrir því. „Ég er ekki endilega viss um að þetta sé síðasta púslið, það vantar fleiri leikmenn í Stjörnuna sem geta sprengt leiki upp á sitt einsdæmi. Leikmennirnir sem liðið hefur til þess eru enn of ungir til að axla þá ábyrgð en möguleikar Stjörnunnar á að verða meistari í haust eru miklu betri en þeir voru áður en Guðjón Pétur kom,“ sagði Máni að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir „Skýr skilaboð að minna krafta væri ekki óskað“ „Ég er með mín gæði og er ákveðinn karakter sem ég held að nýtist flestum liðum og legg allt mitt í hendur á liðinu og geri allt sem er hægt til að liðið vinni, vonandi hjálpar það,“ sagði hann aðspurður út í hvað hann kæmi með inn í lið Stjörnunnar. 1. júlí 2020 19:20 Guðjón Pétur aftur í Stjörnuna Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur á láni út tímabilið frá Breiðabliki. 30. júní 2020 23:57 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 22:06 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Það var mikið um að vera á lokadegi félagaskiptagluggans hér á landi en stærstu skiptin voru eflaust þau að Guðjón Pétur Lýðsson er orðinn leikmaður Stjörnunnar. Hann kemur á láni frá Breiðabliki. „Það er mikil samkeppni hjá Stjörnunni en Guðjón Pétur er leikmaður sem þrífst á samkeppni. Hann er leikmaður sem aðrir fótboltamenn eiga að taka til fyrirmyndar,“ sagði Máni Pétursson, einn af sérfræðingum Pepsi Max Stúkunnar. Máni er mjög ánægður með komu Guðjóns í Stjörnuna.Vísir/Stöð 2 Sport „Að fá Guðjón Pétur í Stjörnuna er mjög mikilvægt. Hann er fyrirmynd fyrir unga drengi sem þurfa alltaf að vera með öruggt byrjunarliðssæti og byrja að væla eða kvarta þegar þeir eru ekki í liðinu. Þannig leyfa þeir þjálfaranum að brjóta sig niður. Guðjón er ekki þannig, hann lætur það ekki hafa nein áhrif á sig,“ sagði Máni. Máni sagðist hafa heyrt eftirfarandi frá gömlum þjálfara Guðjóns: „Ef að þjálfarinn sagði Guðjóni að hann yrði á varamannabekknum í næsta leik þá var hann reglulega besti leikmaður liðsins á æfingu fyrir leik og endaði á að skora í næsta leik.“ „Hann er með hugarfar sem hefur lengi vantað í Stjörnuna. Guðjón Pétur tekur allri samkeppni fagnandi og til að mynda þegar Valur var að styrkja sig þá tók Guðjón best á móti leikmönnum sem spiluðu hans stöðu. Guðjón fagnaði samkeppninni og horfði á það þannig að þeir myndu gera hann að betri leikmanni.“ „Guðjón þrífst einfaldlega á því að vera í besta liðinu og með besta leikmannahópinn. Það segir sitt að hann hafi valið Stjörnuna frekar en önnur lið þar sem honum var nánast lofað byrjunarliðssæti. Guðjón vill hafa fyrir hlutunum og hann væri aldrei að mæta í Stjörnuna ef hann hefði ekki trú á því að hann gæti haft áhrif á liðið og leikmannahópinn.“ Máni benti svo pent á það að Stjarnan hefur aldrei orðið Íslandsmeistari – karla megin allavega – án þess að það sé Álftnesingur í leikmannahópi liðsins. „Ég fagna því að Stjarnan hafi náð í Guðjón Pétur. Þeir hafa gert tilraunir til þess áður og klúðrað því á ævintýralegan hátt oftar en einu sinni. Þeir þurfa karakterinn sem Guðjón er og ég held að þetta séu ótrúlega gott fyrir Stjörnuna.“ Máni telur að fjarvera Guðjóns gæti haft áhrif á Blikana þegar fram líða stundir. „Ég held það hafi ekki verið draumastaða fyrir Breiðablik að senda Guðjón í Stjörnuna. Þeir vildu frekar senda hann í lið sem væri ekki í jafn mikilli samkeppni en Guðjón vildi bara ekki fara neitt annað. Hann vildi bara fara í Garðabæinn.“ „Ég veit ekki hversu mikil áhrif þetta mun hafa á Blikana. Þeir eru náttúrulega ótrúlega vel mannaðir á miðsvæðinu. Mögulega hefur þetta áhrif þegar það fer að líða á tímabilið og reynslan fer að spila meiri þátt. Þar hefði Guðjón geta komið sterkur inn.“ „Það er oft þannig að þegar þjálfarar koma inn þá vilja þeir fá sína menn. Guðjón er þannig að hann spyr mikið af spurningum og ef hann er ekki sammála þjálfaranum þá lætur hann vita af því. Það er spurning hvort Óskar Hrafn [Þorvaldsson, þjálfari Blika], hafi ekki haft þolinmæði fyrir því. „Ég er ekki endilega viss um að þetta sé síðasta púslið, það vantar fleiri leikmenn í Stjörnuna sem geta sprengt leiki upp á sitt einsdæmi. Leikmennirnir sem liðið hefur til þess eru enn of ungir til að axla þá ábyrgð en möguleikar Stjörnunnar á að verða meistari í haust eru miklu betri en þeir voru áður en Guðjón Pétur kom,“ sagði Máni að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir „Skýr skilaboð að minna krafta væri ekki óskað“ „Ég er með mín gæði og er ákveðinn karakter sem ég held að nýtist flestum liðum og legg allt mitt í hendur á liðinu og geri allt sem er hægt til að liðið vinni, vonandi hjálpar það,“ sagði hann aðspurður út í hvað hann kæmi með inn í lið Stjörnunnar. 1. júlí 2020 19:20 Guðjón Pétur aftur í Stjörnuna Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur á láni út tímabilið frá Breiðabliki. 30. júní 2020 23:57 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 22:06 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
„Skýr skilaboð að minna krafta væri ekki óskað“ „Ég er með mín gæði og er ákveðinn karakter sem ég held að nýtist flestum liðum og legg allt mitt í hendur á liðinu og geri allt sem er hægt til að liðið vinni, vonandi hjálpar það,“ sagði hann aðspurður út í hvað hann kæmi með inn í lið Stjörnunnar. 1. júlí 2020 19:20
Guðjón Pétur aftur í Stjörnuna Guðjón Pétur Lýðsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Hann kemur á láni út tímabilið frá Breiðabliki. 30. júní 2020 23:57
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 22:06