Niðurstöðu beðið um hvort Ægisif verður breytt aftur í mosku Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2020 10:22 Ægisif er helsta kennileiti Istanbúl. Hún var lengi vel stærsta dómkirkja í heimi. Vísir/AP Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands íhugar nú kröfu þjóðernissinna og trúarhópa um að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, verði breytt aftur í mosku. Lögmaður tyrkneska ríkisins leggst gegn kröfunni en niðurstöðu er að vænta innan tveggja vikna. Ægisif, eða Sofíukirkjan, var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Hún var helsta dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar í fleiri aldir. Þegar Mikligarður, eins og norrænir menn kölluð borgina, féll í hendur Tyrkjaveldis árið 1453 voru fjórir bænaturnar reistir við kirkjuna og henni breytt í mosku. Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, lét breyta Ægisif í safn árið 1934 sem laðar að sér milljónir ferðamanna árlega. Nú krefst hópur þjóðernissinna og múslima þess að Ægisif verði aftur breytt í mosku, meðal á þeim forsendum að hún hafi verið persónuleg eign Mehmets annars, soldánsins sem lagði borgina undir sig. Því beri að ógilda ákvörðunina frá 1934. Lögmaður ríkisins hafnar kröfunni og segir að það sé í höndum ríkisstjórnar landsins að ákveða hvað verði um bygginguna, að sögn AP-fréttastofunnar. Gríska rétttrúnarðarkirkjan og Bartólómeus fyrsti, patríarki rétttrúnaðarkirkjunnar í Istanbúl, hafa hvatt tyrknesk stjórnvöld til þess að halda Ægisif sem safni. Ákvörðun um að breyta henni í mosku muni „snúa milljónum kristinna manna um allan heim gegn íslam“. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, blandaði sér einnig inn í deilurnar í gær og hvatti Tyrki til að hafa Ægisif áfram sem safni til að brúa bilið á milli ólíkra trúarbragða og menningarheima. Utanríkisráðherra Tyrklands hefur gefið lítið fyrir álit erlendra leiðtoga og segir ákvörðunin um Ægisif alfarið innanríkismál Tyrklands. Tyrkland Trúmál Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands íhugar nú kröfu þjóðernissinna og trúarhópa um að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, verði breytt aftur í mosku. Lögmaður tyrkneska ríkisins leggst gegn kröfunni en niðurstöðu er að vænta innan tveggja vikna. Ægisif, eða Sofíukirkjan, var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Hún var helsta dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar í fleiri aldir. Þegar Mikligarður, eins og norrænir menn kölluð borgina, féll í hendur Tyrkjaveldis árið 1453 voru fjórir bænaturnar reistir við kirkjuna og henni breytt í mosku. Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, lét breyta Ægisif í safn árið 1934 sem laðar að sér milljónir ferðamanna árlega. Nú krefst hópur þjóðernissinna og múslima þess að Ægisif verði aftur breytt í mosku, meðal á þeim forsendum að hún hafi verið persónuleg eign Mehmets annars, soldánsins sem lagði borgina undir sig. Því beri að ógilda ákvörðunina frá 1934. Lögmaður ríkisins hafnar kröfunni og segir að það sé í höndum ríkisstjórnar landsins að ákveða hvað verði um bygginguna, að sögn AP-fréttastofunnar. Gríska rétttrúnarðarkirkjan og Bartólómeus fyrsti, patríarki rétttrúnaðarkirkjunnar í Istanbúl, hafa hvatt tyrknesk stjórnvöld til þess að halda Ægisif sem safni. Ákvörðun um að breyta henni í mosku muni „snúa milljónum kristinna manna um allan heim gegn íslam“. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, blandaði sér einnig inn í deilurnar í gær og hvatti Tyrki til að hafa Ægisif áfram sem safni til að brúa bilið á milli ólíkra trúarbragða og menningarheima. Utanríkisráðherra Tyrklands hefur gefið lítið fyrir álit erlendra leiðtoga og segir ákvörðunin um Ægisif alfarið innanríkismál Tyrklands.
Tyrkland Trúmál Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira