Telja að viðvörunarkerfi Icelandair-þotunnar hafi komið í veg fyrir flugslys Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2020 17:57 Þotan var af gerðinni Boeing 757. Vísir/vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að viðvörunarkerfi Icelandair-þotu sem kom inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli í október 2016 hafi komið í veg fyrir flugslys. Þá telur nefndin líklegt að flugstjórinn hafi misst yfirsýn yfir aðflugið á „örlagastundu“, þar sem hann þurfti að stilla og handvelja flug-og fallhraða. Þetta kemur fram í skýrslu RNSA um atvikið sem birt var í dag. Talsverð hætta skapaðist þegar Boeing 757-þota Icelandair flaug óeðlilega nálægt jörðu í aðflugi að Keflavíkurflugvelli 19. október 2016. Vélin var á leið frá Glasgow og kom að Keflavík úr norðri skömmu eftir klukkan þrjú síðdegis. Lenda átti á flugbraut 19. Vonskuveður var í Keflavík umrætt síðdegi og í skýrslu rannsóknarnefndar segir að flugmennirnir hafi rætt sín á milli hvort þeir ættu að bíða veðrið af sér í Glasgow, sem að endingu var ekki gert. Sáu ekki til jarðar fyrr en þeir sneru við Að sögn flugmannanna var gríðarmikil úrkoma þegar þeir komu niður úr skýjum í aðflugi að Keflavíkurflugvelli og sáu þeir ekki til jarðar. Þegar flugvélin var komin niður í um 500 feta hæð yfir jörðu fór svokallaður framsýnn jarðvari flugvélarinnar í gang, sem gaf til kynna að flugvélin væri of nálægt jörðu. Viðvaranirnar héldu áfram þar til flugvélin tók að hækka flugið á ný. Lægsta hæð flugvélarinnar yfir jörðu, samkvæmt gögnum ferðrita, varð 221 fet klukkan 15:15:12. Um tíu sekúndum síðar hafði flugturn samband við flugmennina til að gefa þeim heimild til lendingar en þeir létu þá vita að þeir hefðu byrjað fráhvarfsflug. Þeir sögðust ekki hafa séð til jarðar fyrr en eftir að þeir hófu fráhvarfsflugið. Vegna mikils hliðarvinds urðu flugmennirnir að fljúga tvö aðflug að flugbraut 11 áður en flugvélinni var lent á henni. Höfðu ekki fengið tækifæri til að æfa aðflugið Í niðurstöðum rannsóknarnefndar er ýmislegt tínt til um atvikið. Þannig hafi rannsókn gefið til kynna að flughermir sem notast var við í upphafi verklegar þjálfunar hermdi ekki rétt eftir hegðun Boeing 757-flugvéla í aðflugi undir svokallaðri svæðisleiðsögu (Area navigation, RNAV). Þá kvaðst flugstjórinn ekki viss um hvort þeir flugmennirnir væru að fljúga rétt aðflug við lendingu og tóku vangavelturnar um það bæði tíma og einbeitingu frá honum í aðfluginu. Rannsóknarnefndin telur að orsakir slyssins megi m.a. rekja til þess að flugmennirnir hafi ekki verið vanir að fljúga svokallað RNAV-aðflug, þ.e. aðflug eftir svæðisleiðsögu. Þá hefðu hvorki flugmenn né flugumferðarstjórar vitað hvaða aðflug samkvæmt svæðisleiðsögu var í gildi fyrir flugbraut 19. Flugmennirnir höfðu heldur ekki haft færi á að æfa slík aðflug og þá höfðu flugmenn og flugumferðarstjórar ekki nógu góða yfirsýn yfir stöðu framkvæmda á flugvellinum. Rannsóknarnefndin telur einnig líklegt að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni hafi verið með hugann við að stilla og handvelja flughraða og fallhraða og því „misst yfirsýn á örlagastundu í aðfluginu.“ Samvinnu í flugstjórnarklefanum á milli flugmanna hafi einnig líklega verið ábótavant, auk þess sem slæmt skyggni og mikill vindur var á svæðinu. Þá telur rannsóknarnefndin að viðvaranir frá framsýnum jarðvara hafi komið í veg fyrir að flugslys yrði. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að viðvörunarkerfi Icelandair-þotu sem kom inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli í október 2016 hafi komið í veg fyrir flugslys. Þá telur nefndin líklegt að flugstjórinn hafi misst yfirsýn yfir aðflugið á „örlagastundu“, þar sem hann þurfti að stilla og handvelja flug-og fallhraða. Þetta kemur fram í skýrslu RNSA um atvikið sem birt var í dag. Talsverð hætta skapaðist þegar Boeing 757-þota Icelandair flaug óeðlilega nálægt jörðu í aðflugi að Keflavíkurflugvelli 19. október 2016. Vélin var á leið frá Glasgow og kom að Keflavík úr norðri skömmu eftir klukkan þrjú síðdegis. Lenda átti á flugbraut 19. Vonskuveður var í Keflavík umrætt síðdegi og í skýrslu rannsóknarnefndar segir að flugmennirnir hafi rætt sín á milli hvort þeir ættu að bíða veðrið af sér í Glasgow, sem að endingu var ekki gert. Sáu ekki til jarðar fyrr en þeir sneru við Að sögn flugmannanna var gríðarmikil úrkoma þegar þeir komu niður úr skýjum í aðflugi að Keflavíkurflugvelli og sáu þeir ekki til jarðar. Þegar flugvélin var komin niður í um 500 feta hæð yfir jörðu fór svokallaður framsýnn jarðvari flugvélarinnar í gang, sem gaf til kynna að flugvélin væri of nálægt jörðu. Viðvaranirnar héldu áfram þar til flugvélin tók að hækka flugið á ný. Lægsta hæð flugvélarinnar yfir jörðu, samkvæmt gögnum ferðrita, varð 221 fet klukkan 15:15:12. Um tíu sekúndum síðar hafði flugturn samband við flugmennina til að gefa þeim heimild til lendingar en þeir létu þá vita að þeir hefðu byrjað fráhvarfsflug. Þeir sögðust ekki hafa séð til jarðar fyrr en eftir að þeir hófu fráhvarfsflugið. Vegna mikils hliðarvinds urðu flugmennirnir að fljúga tvö aðflug að flugbraut 11 áður en flugvélinni var lent á henni. Höfðu ekki fengið tækifæri til að æfa aðflugið Í niðurstöðum rannsóknarnefndar er ýmislegt tínt til um atvikið. Þannig hafi rannsókn gefið til kynna að flughermir sem notast var við í upphafi verklegar þjálfunar hermdi ekki rétt eftir hegðun Boeing 757-flugvéla í aðflugi undir svokallaðri svæðisleiðsögu (Area navigation, RNAV). Þá kvaðst flugstjórinn ekki viss um hvort þeir flugmennirnir væru að fljúga rétt aðflug við lendingu og tóku vangavelturnar um það bæði tíma og einbeitingu frá honum í aðfluginu. Rannsóknarnefndin telur að orsakir slyssins megi m.a. rekja til þess að flugmennirnir hafi ekki verið vanir að fljúga svokallað RNAV-aðflug, þ.e. aðflug eftir svæðisleiðsögu. Þá hefðu hvorki flugmenn né flugumferðarstjórar vitað hvaða aðflug samkvæmt svæðisleiðsögu var í gildi fyrir flugbraut 19. Flugmennirnir höfðu heldur ekki haft færi á að æfa slík aðflug og þá höfðu flugmenn og flugumferðarstjórar ekki nógu góða yfirsýn yfir stöðu framkvæmda á flugvellinum. Rannsóknarnefndin telur einnig líklegt að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni hafi verið með hugann við að stilla og handvelja flughraða og fallhraða og því „misst yfirsýn á örlagastundu í aðfluginu.“ Samvinnu í flugstjórnarklefanum á milli flugmanna hafi einnig líklega verið ábótavant, auk þess sem slæmt skyggni og mikill vindur var á svæðinu. Þá telur rannsóknarnefndin að viðvaranir frá framsýnum jarðvara hafi komið í veg fyrir að flugslys yrði.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira