Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júní 2020 07:16 Lögin gætu markað stærstu breytingu á lifnaðarháttum íbúa Hong Kong frá því Bretar afhentu Kínverjum héraðið árið 1997. Það var gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. Lögin eru svar stjórnvalda við kröftugri mótmælahrinu íbúa Hong Kong í fyrra en mótmælin snérust um önnur umdeild lög sem mótmælendur sögðu að væru undanfari aukinna ítaka kínveskra stjórnvalda í héraðinu. Lögin gætu markað stærstu breytingu á lifnaðarháttum íbúa í Hong Kong frá því Bretar afhentu Kínverjum héraðið árið 1997. Það var gert gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Fjöldi fólks er óttasleginn vegna laganna og segja þau grafa undan sjálfsmynd Hong Kong, frelsi íbúa og framtíð þeirra. Í síðasta mánuði var íbúum brugðið þegar stjórnvöld sögðust bregðast við mótmælunum af fullri hörku. Með lögunum verður hvers kyns niðurrifsstarfsemi og leynimakk með erlendum öflum gerð refsiverð. Reuters hefur eftir staðarmiðlum í Kína að viðurlög við brotum gegn tilteknum ákvæðum öryggislaganna sé lífstíðarfangelsi. Japönsk stjórnvöld hafa djúpstæðar áhyggjur af þróuninni Stjórnvöld í Japan hafa brugðist við vendingunum og Yoshihide Suga, aðaltalsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði útspil stjórnvalda í Kína hryggilegt. Lögin séu til þess fallin að grafa undan trúverðugleika fyrirkomulags um eitt land – tvö kerfi. Toshimitsu Motegi, utanríkisráðherra Japans, sagðist þá einnig hafa djúpstæðar áhyggjur af gangi mála í Kína, líkt og alþjóðasamfélagið hefði látið í ljós. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mikil aukning í umsóknum íbúa Hong Kong um bresk vegabréf Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. 2. júní 2020 10:20 Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. Lögin eru svar stjórnvalda við kröftugri mótmælahrinu íbúa Hong Kong í fyrra en mótmælin snérust um önnur umdeild lög sem mótmælendur sögðu að væru undanfari aukinna ítaka kínveskra stjórnvalda í héraðinu. Lögin gætu markað stærstu breytingu á lifnaðarháttum íbúa í Hong Kong frá því Bretar afhentu Kínverjum héraðið árið 1997. Það var gert gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Fjöldi fólks er óttasleginn vegna laganna og segja þau grafa undan sjálfsmynd Hong Kong, frelsi íbúa og framtíð þeirra. Í síðasta mánuði var íbúum brugðið þegar stjórnvöld sögðust bregðast við mótmælunum af fullri hörku. Með lögunum verður hvers kyns niðurrifsstarfsemi og leynimakk með erlendum öflum gerð refsiverð. Reuters hefur eftir staðarmiðlum í Kína að viðurlög við brotum gegn tilteknum ákvæðum öryggislaganna sé lífstíðarfangelsi. Japönsk stjórnvöld hafa djúpstæðar áhyggjur af þróuninni Stjórnvöld í Japan hafa brugðist við vendingunum og Yoshihide Suga, aðaltalsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði útspil stjórnvalda í Kína hryggilegt. Lögin séu til þess fallin að grafa undan trúverðugleika fyrirkomulags um eitt land – tvö kerfi. Toshimitsu Motegi, utanríkisráðherra Japans, sagðist þá einnig hafa djúpstæðar áhyggjur af gangi mála í Kína, líkt og alþjóðasamfélagið hefði látið í ljós.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mikil aukning í umsóknum íbúa Hong Kong um bresk vegabréf Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. 2. júní 2020 10:20 Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mikil aukning í umsóknum íbúa Hong Kong um bresk vegabréf Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. 2. júní 2020 10:20
Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19
Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21