Tilraunaflug 737 MAX hófst í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2020 21:06 Boeing 737 MAX vél hefur sig til lofts. Getty/Stephen Brashear/ Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag. Flugmaður á vegum FAA, flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum, var við stjórn er Boeing 737 MAX 7 flaug í um 90 mínútur eftir flugtak frá Boeing Field í grennd við Seattle í Bandaríkjunum í morgun að bandarískum tíma. Framundan er þriggja daga ferli þar sem MAX-vélum verður flogið í tilraunaskyni undir vökulum augum starfsmanna Boeing og FAA. Í frétt Seattle Times segir að þar með sé risaskref tekið á þeirri vegferð Boeing að fá flugbanni á vélarnar aflétt. Það hefur verið í gildi um allan heim frá því í mars á síðata ári eftir tvo mannskæð flugslys þar sem alls 346 létust um borð í MAX vélum sem meðal annars hafa verið rakin til hönnunar Boeing á MAX-vélunum. Í frétt Seattle Times segir að tilraunaflugin nú beinist einkum að því að meta hvernig verkfræðingum og hugbúnaðarsérfræðingum hafi tekist að breyta sjálfvirku kerfi sem nefnist MCAS og er talið eiga stóran þátt í slysunum mannskæðu. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt. Takist vel til og ekkert óvænt gerist í millitíðinni segir í frétt Seattle Times að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum geti gefið grænt ljós á að MAX-vélarnar verði aftur teknar í notkun í haust. Flugbannið hefur haft áhrif á fjölmörg flugfélög víða um heim, þar á meðal Icelandair, sem hafði tekið nokkrar MAX-vélar í notkun er flugbannið var sett á, og lagt inn pantanir fyrir fleiri. Markaðir ytra tóku prófununum á Boeing Field vel en hlutabréf Boeing hækkuðu um fjórtan prósent í viðskiptum dagsins á Wall Street. Bandaríkin Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag. Flugmaður á vegum FAA, flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum, var við stjórn er Boeing 737 MAX 7 flaug í um 90 mínútur eftir flugtak frá Boeing Field í grennd við Seattle í Bandaríkjunum í morgun að bandarískum tíma. Framundan er þriggja daga ferli þar sem MAX-vélum verður flogið í tilraunaskyni undir vökulum augum starfsmanna Boeing og FAA. Í frétt Seattle Times segir að þar með sé risaskref tekið á þeirri vegferð Boeing að fá flugbanni á vélarnar aflétt. Það hefur verið í gildi um allan heim frá því í mars á síðata ári eftir tvo mannskæð flugslys þar sem alls 346 létust um borð í MAX vélum sem meðal annars hafa verið rakin til hönnunar Boeing á MAX-vélunum. Í frétt Seattle Times segir að tilraunaflugin nú beinist einkum að því að meta hvernig verkfræðingum og hugbúnaðarsérfræðingum hafi tekist að breyta sjálfvirku kerfi sem nefnist MCAS og er talið eiga stóran þátt í slysunum mannskæðu. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt. Takist vel til og ekkert óvænt gerist í millitíðinni segir í frétt Seattle Times að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum geti gefið grænt ljós á að MAX-vélarnar verði aftur teknar í notkun í haust. Flugbannið hefur haft áhrif á fjölmörg flugfélög víða um heim, þar á meðal Icelandair, sem hafði tekið nokkrar MAX-vélar í notkun er flugbannið var sett á, og lagt inn pantanir fyrir fleiri. Markaðir ytra tóku prófununum á Boeing Field vel en hlutabréf Boeing hækkuðu um fjórtan prósent í viðskiptum dagsins á Wall Street.
Bandaríkin Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira