Telja Dani hafa borið veiruna til Íslands Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2020 08:15 Tómleg Kaupmannahöfn í miðjum faraldri í byrjun apríl. Anadolu Agency/getty Talið er mjög líklegt að Danir hafi borið kórónuveiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar og Lettlands, auk fleiri landa. Þetta kemur fram í nýrri, en þó óritrýndri, rannsókn vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla sem danska ríkisútvarpið DR tekur til umfjöllunar á vef sínum í dag. Vísindamennirnir hafa gefið út eins konar „ættartré“ veirunnar, sem sagt er veita innsýn inn í það hvernig veiran smitast milli manna. Líkt og við mátti búast sýnir ættartréð að veiran hafi einkum borist til Danmerkur með ferðalöngum frá austurríska skíðabænum Ischgl, sem einmitt er Íslendingum kunnur fyrir sömu sakir. Tréð sýnir hins vegar einnig fram á að Danir sjálfir hafi að öllum líkindum borið veiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar, Lettlands og fleiri landa. Haft er eftir Matthias Christandl, prófessor við stærðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla sem vann að rannsókninni, að tiltekin stökkbreyting veirunnar sem útbreidd er í Danmörku hafi einnig greinst í umræddum löndum. Hann segir að stökkbreytingin hafi þannig líklega orðið í Danmörku og síðar borist til hinna landanna. Hægt hefur verið að rekja veiruna á Íslandi með nokkurri vissu til tiltekinna landa. Þannig hefur komið fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að veiran hafi einkum borist til Íslands með íslenskum ferðamönnum er þeir sneru heim frá skíðasvæðum í Evrópu í febrúar og mars. Þá hefur Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gefið það út að nokkrir einstaklingar hafi líklega smitast af tiltekinni stökkbreytingu veirunnar á fótboltaleik á Englandi. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Talið er mjög líklegt að Danir hafi borið kórónuveiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar og Lettlands, auk fleiri landa. Þetta kemur fram í nýrri, en þó óritrýndri, rannsókn vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla sem danska ríkisútvarpið DR tekur til umfjöllunar á vef sínum í dag. Vísindamennirnir hafa gefið út eins konar „ættartré“ veirunnar, sem sagt er veita innsýn inn í það hvernig veiran smitast milli manna. Líkt og við mátti búast sýnir ættartréð að veiran hafi einkum borist til Danmerkur með ferðalöngum frá austurríska skíðabænum Ischgl, sem einmitt er Íslendingum kunnur fyrir sömu sakir. Tréð sýnir hins vegar einnig fram á að Danir sjálfir hafi að öllum líkindum borið veiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar, Lettlands og fleiri landa. Haft er eftir Matthias Christandl, prófessor við stærðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla sem vann að rannsókninni, að tiltekin stökkbreyting veirunnar sem útbreidd er í Danmörku hafi einnig greinst í umræddum löndum. Hann segir að stökkbreytingin hafi þannig líklega orðið í Danmörku og síðar borist til hinna landanna. Hægt hefur verið að rekja veiruna á Íslandi með nokkurri vissu til tiltekinna landa. Þannig hefur komið fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að veiran hafi einkum borist til Íslands með íslenskum ferðamönnum er þeir sneru heim frá skíðasvæðum í Evrópu í febrúar og mars. Þá hefur Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gefið það út að nokkrir einstaklingar hafi líklega smitast af tiltekinni stökkbreytingu veirunnar á fótboltaleik á Englandi.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12
Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31
Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23