Húsbíll og tvö mótorhjól skullu saman á Vesturlandsvegi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 15:38 Lögreglan hefur lokað vettvanginn af. Vísir/Einar Húsbíll og tvö bifhjól skullu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á fjórða tímanum í dag. Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað og mikill viðbúnaður er á staðnum. Fjöldi sjúkrabíla og lögreglubíla voru sendir á vettvang auk tveggja dælubíla frá slökkviliðinu. Löng röð bíla hefur myndast á Kjalarnesi eftir að slysið varð.Skjáskot/vegagerðin Vesturlandsvegi við Þingvallaveg og Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað en lögreglan hefur opnað fyrir hjáleið um Hvalfjarðarveg, Kjósarskarð og svo Þingvallaleið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu verður Vesturlandsvegur um Hvalfjarðargöng lokaður í minnst tvo klukkutíma í viðbót. Þó segir á Twitter hjá Vegagerðinni að göngin hafi verið opnuð aftur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig send á vettvang en eftir að hún lenti sunnan megin við göngin var hún send norður fyrir göng til að sækja sjúkling sem sjúkrabíll hafði verið á leið með til Reykjavíkur. Sjúkrabíllinn komst ekki í gegn um göngin og var sjúklingurinn því fluttur með þyrlunni suður til Reykjavíkur. Hvalfjarðargöng: Löng lokun vegna umferðarslyss á Kjalarnesi við Hvalfjarðargöng. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 28, 2020 Þá sagði talsmaður slökkviliðs í samtali við fréttastofu að þrír einstaklingar sem lentu í slysinu verði fluttir með sjúkraflutningum til Reykjavíkur á sjúkrahús. Ekki sé hægt að greina frá líðan þeirra eða áverkum að svo stöddu. Fréttin var uppfærð klukkan 16:15. Samgönguslys Hvalfjarðargöng Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Húsbíll og tvö bifhjól skullu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á fjórða tímanum í dag. Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað og mikill viðbúnaður er á staðnum. Fjöldi sjúkrabíla og lögreglubíla voru sendir á vettvang auk tveggja dælubíla frá slökkviliðinu. Löng röð bíla hefur myndast á Kjalarnesi eftir að slysið varð.Skjáskot/vegagerðin Vesturlandsvegi við Þingvallaveg og Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað en lögreglan hefur opnað fyrir hjáleið um Hvalfjarðarveg, Kjósarskarð og svo Þingvallaleið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu verður Vesturlandsvegur um Hvalfjarðargöng lokaður í minnst tvo klukkutíma í viðbót. Þó segir á Twitter hjá Vegagerðinni að göngin hafi verið opnuð aftur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig send á vettvang en eftir að hún lenti sunnan megin við göngin var hún send norður fyrir göng til að sækja sjúkling sem sjúkrabíll hafði verið á leið með til Reykjavíkur. Sjúkrabíllinn komst ekki í gegn um göngin og var sjúklingurinn því fluttur með þyrlunni suður til Reykjavíkur. Hvalfjarðargöng: Löng lokun vegna umferðarslyss á Kjalarnesi við Hvalfjarðargöng. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 28, 2020 Þá sagði talsmaður slökkviliðs í samtali við fréttastofu að þrír einstaklingar sem lentu í slysinu verði fluttir með sjúkraflutningum til Reykjavíkur á sjúkrahús. Ekki sé hægt að greina frá líðan þeirra eða áverkum að svo stöddu. Fréttin var uppfærð klukkan 16:15.
Samgönguslys Hvalfjarðargöng Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira