Erlent

Fyrsti víkinga­skips­upp­gröfurinn í Noregi í rúma öld

Atli Ísleifsson skrifar
Norski umhverfisráðherrann Sveinung Rotevatn við Gjellestad í gær.
Norski umhverfisráðherrann Sveinung Rotevatn við Gjellestad í gær. EPA

Fornleifafræðingar í Noregi hafa hafið fyrsta uppgröft víkingaskips í landinu í rúma öld. Skipið fannst á uppgraftarsvæði í Gjellestað í suðausturhluta landsins fyrir um tveimur árum.

Talið er að skipið sé í slæmu ásigkomulagi, en áður hafa einungis þrjú skip í góðu ástandi fundist í landinu og er búist við að þessi uppgröftur standi í fimm mánuði.

Knut Paasche, sérfræðingur hjá Minningarminjarannsókarstofnun Noregs, segir að þrátt fyrir að lítið kunni að vera eftir af timbri skipsins þá sé líklegt að nútímatækni muni nýtast við að komast að upprunalegri lögun skipsins.

Skipið var um tuttugu metrar að lengd og fannst við ratsjárrannsóknir árið 2018. Á sama tíma fundust nokkur langhús og haugar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×