Íþróttir og forsetaembættið Dr. Hafrún Kristjánsdóttir skrifar 26. júní 2020 15:51 Mikill meirihluti íslenskra barna og unglinga tekur þátt í skipulögðu íþróttastarfi á einhverjum tímapunkti í sínu lífi. Viðamiklar íslenskar rannsóknir á vegum Rannsókna og greiningar hafa ítrekað sýnt fram á mikilvægi þessa starfs fyrir börnin og unglingana okkar. Þau börn sem eru í skipulögðu íþróttastarfi eru ólíklegri til að drekka áfengi, þau reykja síður, nota síður nikótínvörur og þau eru ólíklegri til að neyta ólöglegra vímuefna en þeir sem ekki stunda skipulagt íþróttastarf. Íþróttaungmennin okkar eru líka með jákvæðari líkamsímynd, þeir meta andlega og líkamlega heilsu sína betri og líta framtíðina bjartari augum en þeir sem ekki taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Það sem meira er, langflestum börnunum finnst skemmtilegt að stunda íþróttir og þau eru ánægð með þjálfarana sína. Íslenskt íþróttastarf hefur ekki bara þessu ofboðslegu jákvæðu áhrif á ungmennin okkar heldur er fátt sem sameinar okkur Íslendinga betur er afreksíþróttafólkið okkar. Þegar strákarnir og stelpurnar okkar keppa fyrir Íslands hönd á stóra sviðinu þá gleymum við hinu daglega þrasi flykkjumst öll sem eitt á bak við okkar fólk og styðjum það af öllum okkar mætti. Við hyllum það líka þegar vel gengur, hyllum það ekki endilega fyrir að hafa sigrað, fengið gull, við hyllum það fyrir að hafa lagt sig alla fram, hafa aldrei gefist upp, sýnt vinnusemi og djörfung og dug. Okkar afreksfólk eru þannig góðar fyrirmyndir fyrir ungviðið, auka áhuga þeirra á að stunda íþróttir sem aftur eykur lífsgæði ungmennanna og lýðheilsu. Á laugardaginn fáum við tækifæri til að nýta þann dýrmæta rétt sem kosningarétturinn er. Þegar við kjósum forseta lýðveldisins erum við líka að kjósa verndara Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) en ÍSÍ og UMFÍ mynda íþróttahreyfingu landsins. Þar sem skipulagt íþróttastarf er svo afskaplega mikilvægt fyrir ungmennin okkar og okkur öll skiptir máli að forseti Íslands, verndari ÍSÍ og UMFÍ, sé einstaklingur sem hlúir að og sýnir íþróttahreyfingunni alla þá athygli og stuðning sem hún á skilið. Það hefur Guðni Th. Jóhannesson svo sannarlega gert síðustu fjögur ár og í raun alla tíð. Hann mætir á íþróttaviðburði hjá börnum sem og fullorðnum, afreksmönnum sem áhugamönnum. Hann hefur verið boðinn og búinn að styðja við íþróttastarf á allan þann hátt sem forseti getur. Vegna þessa og reyndar vegna margra annarra kosta Guðna Th. mun ég kjósa hann næstkomandi Laugardag og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti íslenskra barna og unglinga tekur þátt í skipulögðu íþróttastarfi á einhverjum tímapunkti í sínu lífi. Viðamiklar íslenskar rannsóknir á vegum Rannsókna og greiningar hafa ítrekað sýnt fram á mikilvægi þessa starfs fyrir börnin og unglingana okkar. Þau börn sem eru í skipulögðu íþróttastarfi eru ólíklegri til að drekka áfengi, þau reykja síður, nota síður nikótínvörur og þau eru ólíklegri til að neyta ólöglegra vímuefna en þeir sem ekki stunda skipulagt íþróttastarf. Íþróttaungmennin okkar eru líka með jákvæðari líkamsímynd, þeir meta andlega og líkamlega heilsu sína betri og líta framtíðina bjartari augum en þeir sem ekki taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Það sem meira er, langflestum börnunum finnst skemmtilegt að stunda íþróttir og þau eru ánægð með þjálfarana sína. Íslenskt íþróttastarf hefur ekki bara þessu ofboðslegu jákvæðu áhrif á ungmennin okkar heldur er fátt sem sameinar okkur Íslendinga betur er afreksíþróttafólkið okkar. Þegar strákarnir og stelpurnar okkar keppa fyrir Íslands hönd á stóra sviðinu þá gleymum við hinu daglega þrasi flykkjumst öll sem eitt á bak við okkar fólk og styðjum það af öllum okkar mætti. Við hyllum það líka þegar vel gengur, hyllum það ekki endilega fyrir að hafa sigrað, fengið gull, við hyllum það fyrir að hafa lagt sig alla fram, hafa aldrei gefist upp, sýnt vinnusemi og djörfung og dug. Okkar afreksfólk eru þannig góðar fyrirmyndir fyrir ungviðið, auka áhuga þeirra á að stunda íþróttir sem aftur eykur lífsgæði ungmennanna og lýðheilsu. Á laugardaginn fáum við tækifæri til að nýta þann dýrmæta rétt sem kosningarétturinn er. Þegar við kjósum forseta lýðveldisins erum við líka að kjósa verndara Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) en ÍSÍ og UMFÍ mynda íþróttahreyfingu landsins. Þar sem skipulagt íþróttastarf er svo afskaplega mikilvægt fyrir ungmennin okkar og okkur öll skiptir máli að forseti Íslands, verndari ÍSÍ og UMFÍ, sé einstaklingur sem hlúir að og sýnir íþróttahreyfingunni alla þá athygli og stuðning sem hún á skilið. Það hefur Guðni Th. Jóhannesson svo sannarlega gert síðustu fjögur ár og í raun alla tíð. Hann mætir á íþróttaviðburði hjá börnum sem og fullorðnum, afreksmönnum sem áhugamönnum. Hann hefur verið boðinn og búinn að styðja við íþróttastarf á allan þann hátt sem forseti getur. Vegna þessa og reyndar vegna margra annarra kosta Guðna Th. mun ég kjósa hann næstkomandi Laugardag og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun