Viðskipti innlent

Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli

Andri Eysteinsson skrifar
Þórir Garðarsson er framkvæmdastjóri Gray Line
Þórir Garðarsson er framkvæmdastjóri Gray Line Stöð 2/ Egill

Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur.

Óskað er eftir greiðsluskjóli í samræmi við lög um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem samþykkt voru á Alþingi 16. júní síðastliðinn en markmið laganna var að aðstoða fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Fram kemur í tilkynningu frá Gray Line að tekjur fyrirtækisins síðustu þrjá mánuðina fyrir faraldurinn hafi verið 700 milljónir króna, síðustu þrjá mánuði féllu tekjurnar niður í 680 þúsund krónur. Ekki verður ástandið betra vegna þeirra tafa sem orðið hafa á greiðslu útistandandi viðskiptakrafna.

„Það segir sið því sjálft að aðstæður til greiðslu skulda og afborgana lána eru gríðarlega erfiðar. Greiðsluskjól skapar því nauðsynlegt andrými næstu mánuði og tryggir um leið jafnræði kröfuhafa og lánardrottna gagnvart fyrirtækjunum sem það nýta,“ segir í tilkynningunni.

Tölur úr bókunarkerfi Gray Line benda til þess að sala verði lítil, þó sé góður taktur í bókunum. Áhugi ferðamanna á að sækja Ísland heim virðist vera til staðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×