Verslanir í Liverpool með tilboð fyrir Jürgena Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2020 15:01 Jürgen Klopp hefur náð stórkostlegum árangri sem knattspyrnustjóri Liverpool. VÍSIR/GETTY Nítjánda Englandsmeistaratitli Liverpool var ákaft fagnað í Liverpool-borg í gærkvöld og verður sjálfsagt áfram fagnað næstu daga. Jürgen Klopp og lærisveinar hans munu því miður ekki geta fagnað titlinum með stuðningsmönnum enn um sinn, en borgaryfirvöld í Liverpool hafa staðfest að veisluhöld verði um leið og það verði hægt. Kórónuveirufaraldurinn veldur því að ekki er ætlast til þess að fólk hópist saman, og hugsanlega verður það ekki fyrr en á næsta ári sem að Liverpool-menn geta ekið í opinni rútu um götur borgarinnar og fagnað með stuðningsmönnum sínum. Fá inneignarnótu fyrir nafnið Borgarbúar gera hins vegar ýmislegt til að halda upp á titilinn og eigendur þriggja matvöruverslana, Jack‘s supermarket, bjóða nú upp á óvenjulegt tilboð. Allir þeir sem bera nafnið Jürgen, eða Jurgen, geta komið í verslanirnar og fengið 100 punda inneignarnótu, bara fyrir það að bera nafn knattspyrnustjórans sem færði borginni langráðan Englandsmeistaratitil. Það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu en ekki fylgir sögunni hve margir Jürgenar búa í Liverpool, þar sem verslanirnar þrjár eru allar staðsettar. Stöðugur uppgangur hjá Þjóðverjanum Klopp tók við af Brendan Rodgers sem knattspyrnustjóri Liverpool 8. október 2015 og skrifaði undir samning til þriggja ára. Liverpool var þá í 10. sæti úrvalsdeildarinnar og hafði lent í 6. sæti tímabilið á undan, en uppgangurinn undir stjórn Þjóðverjans hefur verið nánast stöðugur. Hann fór með liðið í tvo úrslitaleiki á fyrsta tímabilinu, í deildabikarnum og Evrópudeildinni, en varð að sætta sig við tap í bæði skiptin. Eftir tímabilið skrifaði hann undir framlengingu á samningi til ársins 2022. Liverpool varð í 4. sæti úrvalsdeildarinnar 2017 og kom sér aftur í Meistaradeild Evrópu, þar sem liðið lék svo til úrslita ári síðar en tapaði fyrir Real Madrid. Liverpool varð í 4. sæti úrvalsdeildarinnar en lenti svo í 2. sæti deildarinnar í fyrra, eftir ævintýralega harða keppni við Manchester City. Liðið varð þá Evrópumeistari og vann sinn fyrsta stóra titil frá árinu 2012. Nú er liðið Englandsmeistari, í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Enski boltinn Tengdar fréttir Frumkvöðlarnir Salah og Mané Sadio Mané og Mohamed Salah, tveir af lykilmönnum Liverpool, hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að verða Englandsmeistarar. 26. júní 2020 11:00 Þúsundir hlustuðu ekki á Klopp og söfnuðust fyrir utan Anfield | Sjáðu stemninguna Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár og stuðningsmenn liðsins fögnuðu því af miklum krafti fyrir utan Anfield, þrátt fyrir bón um annað frá stjóra félagsins. 26. júní 2020 09:30 Klopp brotnaði niður fyrir framan Dalglish og hrósaði honum og Steven Gerrard Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár. Eftir að Manchester City missteig sig gegn Chelsea á útivelli varð ljóst að ekkert lið getur náð Liverpool í ár og liðið því orðið meistari. 26. júní 2020 07:31 Liverpool fljótast en líka lengur en nokkuð lið að vinna titilinn Liverpool setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með því að verða Englandsmeistari í gær þó að enn séu sjö umferðir eftir af tímabilinu. 26. júní 2020 07:00 „Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. 25. júní 2020 21:54 Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Nítjánda Englandsmeistaratitli Liverpool var ákaft fagnað í Liverpool-borg í gærkvöld og verður sjálfsagt áfram fagnað næstu daga. Jürgen Klopp og lærisveinar hans munu því miður ekki geta fagnað titlinum með stuðningsmönnum enn um sinn, en borgaryfirvöld í Liverpool hafa staðfest að veisluhöld verði um leið og það verði hægt. Kórónuveirufaraldurinn veldur því að ekki er ætlast til þess að fólk hópist saman, og hugsanlega verður það ekki fyrr en á næsta ári sem að Liverpool-menn geta ekið í opinni rútu um götur borgarinnar og fagnað með stuðningsmönnum sínum. Fá inneignarnótu fyrir nafnið Borgarbúar gera hins vegar ýmislegt til að halda upp á titilinn og eigendur þriggja matvöruverslana, Jack‘s supermarket, bjóða nú upp á óvenjulegt tilboð. Allir þeir sem bera nafnið Jürgen, eða Jurgen, geta komið í verslanirnar og fengið 100 punda inneignarnótu, bara fyrir það að bera nafn knattspyrnustjórans sem færði borginni langráðan Englandsmeistaratitil. Það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu en ekki fylgir sögunni hve margir Jürgenar búa í Liverpool, þar sem verslanirnar þrjár eru allar staðsettar. Stöðugur uppgangur hjá Þjóðverjanum Klopp tók við af Brendan Rodgers sem knattspyrnustjóri Liverpool 8. október 2015 og skrifaði undir samning til þriggja ára. Liverpool var þá í 10. sæti úrvalsdeildarinnar og hafði lent í 6. sæti tímabilið á undan, en uppgangurinn undir stjórn Þjóðverjans hefur verið nánast stöðugur. Hann fór með liðið í tvo úrslitaleiki á fyrsta tímabilinu, í deildabikarnum og Evrópudeildinni, en varð að sætta sig við tap í bæði skiptin. Eftir tímabilið skrifaði hann undir framlengingu á samningi til ársins 2022. Liverpool varð í 4. sæti úrvalsdeildarinnar 2017 og kom sér aftur í Meistaradeild Evrópu, þar sem liðið lék svo til úrslita ári síðar en tapaði fyrir Real Madrid. Liverpool varð í 4. sæti úrvalsdeildarinnar en lenti svo í 2. sæti deildarinnar í fyrra, eftir ævintýralega harða keppni við Manchester City. Liðið varð þá Evrópumeistari og vann sinn fyrsta stóra titil frá árinu 2012. Nú er liðið Englandsmeistari, í fyrsta sinn í þrjátíu ár.
Enski boltinn Tengdar fréttir Frumkvöðlarnir Salah og Mané Sadio Mané og Mohamed Salah, tveir af lykilmönnum Liverpool, hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að verða Englandsmeistarar. 26. júní 2020 11:00 Þúsundir hlustuðu ekki á Klopp og söfnuðust fyrir utan Anfield | Sjáðu stemninguna Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár og stuðningsmenn liðsins fögnuðu því af miklum krafti fyrir utan Anfield, þrátt fyrir bón um annað frá stjóra félagsins. 26. júní 2020 09:30 Klopp brotnaði niður fyrir framan Dalglish og hrósaði honum og Steven Gerrard Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár. Eftir að Manchester City missteig sig gegn Chelsea á útivelli varð ljóst að ekkert lið getur náð Liverpool í ár og liðið því orðið meistari. 26. júní 2020 07:31 Liverpool fljótast en líka lengur en nokkuð lið að vinna titilinn Liverpool setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með því að verða Englandsmeistari í gær þó að enn séu sjö umferðir eftir af tímabilinu. 26. júní 2020 07:00 „Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. 25. júní 2020 21:54 Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Frumkvöðlarnir Salah og Mané Sadio Mané og Mohamed Salah, tveir af lykilmönnum Liverpool, hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að verða Englandsmeistarar. 26. júní 2020 11:00
Þúsundir hlustuðu ekki á Klopp og söfnuðust fyrir utan Anfield | Sjáðu stemninguna Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár og stuðningsmenn liðsins fögnuðu því af miklum krafti fyrir utan Anfield, þrátt fyrir bón um annað frá stjóra félagsins. 26. júní 2020 09:30
Klopp brotnaði niður fyrir framan Dalglish og hrósaði honum og Steven Gerrard Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár. Eftir að Manchester City missteig sig gegn Chelsea á útivelli varð ljóst að ekkert lið getur náð Liverpool í ár og liðið því orðið meistari. 26. júní 2020 07:31
Liverpool fljótast en líka lengur en nokkuð lið að vinna titilinn Liverpool setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með því að verða Englandsmeistari í gær þó að enn séu sjö umferðir eftir af tímabilinu. 26. júní 2020 07:00
„Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. 25. júní 2020 21:54
Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01