Innlent

Þrjá­tíu sóttu um em­bætti skrif­stofu­stjóra lofts­lags­mála

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilkynningu kemur fram að sérstök hæfnisnefnd meti hæfni umsækjenda og skili greinargerð til ráðherra sem ráði svo í embættið.
Í tilkynningu kemur fram að sérstök hæfnisnefnd meti hæfni umsækjenda og skili greinargerð til ráðherra sem ráði svo í embættið. Vísir/Vilhelm

Alls sóttu þrjátíu manns um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu loftslagsmála í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Ráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar 6. júní síðastliðinn.

Umsækjendur eru:

  • Ari Arnalds Jónasson, verkfræðingur
  • Azra Šehić, sérfræðingur í kynja- og mannréttindamálum
  • Ásdís Ólöf Gestsdóttir
  • Björgvin Harri Bjarnason, verkefnastjóri MPM
  • Björn Barkarson, sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra
  • Dagmar Sigurðardóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs
  • Davíð Freyr Jónsson, orku- og umhverfistæknifræðingur
  • Elísabet Pálmadóttir, framkvæmdastjóri
  • Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri loftslagsmála hjá Umhverfisstofnun
  • Eva Margrét Ævarsdóttir, lögmaður
  • Eyjólfur Eyfells, verkefnastjóri
  • Finnur Sveinsson, ráðgjafi
  • Gunnlaug Helga Einarsdóttir, fv. sviðsstjóri
  • Halla S. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
  • Hans Benjamínsson, MBA
  • Helga Barðadóttir, sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra
  • Hrafnhildur Bragadóttir, sviðsstjóri
  • Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur
  • Ingi B. Poulsen, lögfræðingur
  • Ingunn Gunnarsdóttir, doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði
  • Kári Jóhannsson, ráðgjafi
  • Kristín Hermannsdóttir, forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands
  • Lilja Guðríður Karlsdóttir, verkefnastjóri Borgarlínu
  • Selja Ósk Snorradóttir, umhverfisfræðingur
  • Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB
  • Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur
  • Svavar Halldórsson, ráðgjafi
  • Sverrir Jensson, veðurfræðingur
  • Valdimar Björnsson, fjármálastjóri
  • Þröstur Freyr Gylfason, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti

Í tilkynningu kemur fram að sérstök hæfnisnefnd meti hæfni umsækjenda og skili greinargerð til ráðherra sem ráði svo í embættið.

„Nefndin starfar samkvæmt reglum um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.

Nefndina skipa Magnús Jóhannesson fv. ráðuneytisstjóri, Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor og Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðs- og gæðastjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×