Íslenski boltinn

Kristján Guðmundsson: Feginleiki að hafa nýtt eitt af þessum færum sem við fengum

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Stjarnan hefur nú unnið tvo leiki í röð.
Stjarnan hefur nú unnið tvo leiki í röð. Vísir/Daniel

Kristján Guðmundsson var fegnn að landa þremur stigum í Vestmannaeyjum en Stjarnan vann ÍBV með einu marki gegn engu í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í kvöld.

„Auðvitað er gaman að vinna hér, en það er alltaf gaman að vinna útileik. Nú erum við búin með bæði ferðalögin sem eru í þessari deild og höfum tekið þrjú stig úr þeim báðum, ég er mjög ánægður með þetta”. Sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir eins marks sigur á móti ÍBV á Hásteinsvelli í dag.

Stjarnan átti erfitt með að halda boltanum og nýta færin sem þau fengu í fyrri hálfleik. Það dró til tíðinda í seinni hálfleik þegar að María Sól skoraði sigurmarkið fyrir Stjörnuna á 84. mínútu. „Þetta var vel spilað, varnarleikurinn var nokkuð þéttur og við fengum færin í leiknum. Við áttum erfitt með að halda boltanum, grasið var erfitt og boltinn spíttist mikið”.

„Við ætlum að njóta þess að hafa unnið þennan leik. Selfoss bíður okkar, en það er eftir viku, það verða nokkrir dagar þangað til við spáum í það”. Sagði Kristján Guðmundsson að lokum. Stjarnan tekur á móti Selfossi í næstu umferð, 1. júlí kl 19:15 á Samsung vellinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×