Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2020 23:31 Donald Trump tístir mikið. Hann hefur í heildina tíst oftar en 53 þúsund sinnum. Rafael Henrique/Getty Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. Tístið telst brjóta í bága við notendaskilmála Twitter um ofbeldisfulla hegðun. Orðrétt tístir forsetinn: „Það verður aldrei „sjálfstjórnarsvæði“ í Washinton D.C. meðan ég er forsetinn ykkar. Ef þau reyna verður þeim mætt með alvarlegu valdi.“ There will never be an “Autonomous Zone” in Washington, D.C., as long as I’m your President. If they try they will be met with serious force!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 23, 2020 Þrátt fyrir að brjóta í bága við skilmála Twitter leyfði samfélagsmiðlarisinn tístinu að standa áfram. Ástæða þess er að Twitter metur málið sem svo að það geti varðað almannahagsmuni að færsla forsetans sé aðgengileg almenningi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Twitter hefur sett fyrirvara við tíst forsetans eða falið þau. Í lok maí tísti Trump samsæriskenningu um að kjörseðlar sem sendir eru heim til fólks (e. mail-in ballots) leiði til kosningasvika. Færði forsetinn engar sönnur fyrir þeirri kenningu sinni. Twitter brást við þessu með því að setja fyrirvara á tíst forsetans og vísaði á hlekk sem leiddi á vefslóð þar sem hægt var að fá nánari upplýsingar um umrædda kjörseðla. Nokkrum dögum síðar tísti forsetinn um óeirðirnar sem ríkt hafa í Bandaríkjunum upp á síðkastið vegna morðsins á George Floyd, en hann lést í Minneapolis í Minnesota þegar lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. Andlát Floyd leiddi til stórfelldra mótmæla um öll Bandaríkin og víðar, og vakti upp umræðu um rótgróið og kerfisbundið ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum gagnvart svörtu fólki. Í því tísti sagði Trump að mótmælendur væru „óþokkar“ og þeir væru að vanhelga minningu Floyd. Hann hefði talað við ríkisstjóra Minnesota, Tim Walz, og tjáð honum að herinn stæði með honum. Tístið endaði svo á orðunum „Þegar ránin hefjast, hefst skothríðin. Takk fyrir!“ ....These THUGS are dishonoring the memory of George Floyd, and I won t let that happen. Just spoke to Governor Tim Walz and told him that the Military is with him all the way. Any difficulty and we will assume control but, when the looting starts, the shooting starts. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2020 Þetta tíst taldi Twitter sömuleiðis brjóta í bága við skilmála sína, og sagði það hafa hvatt til ofbeldis. Aðgangur að því tísti var einnig heftur, þannig að ekki var hægt að setja „like“ við það né svara því. Tístinu var þó leyft að standa, á sömu forsendum og tístinu sem forsetinn birti í dag. Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. Tístið telst brjóta í bága við notendaskilmála Twitter um ofbeldisfulla hegðun. Orðrétt tístir forsetinn: „Það verður aldrei „sjálfstjórnarsvæði“ í Washinton D.C. meðan ég er forsetinn ykkar. Ef þau reyna verður þeim mætt með alvarlegu valdi.“ There will never be an “Autonomous Zone” in Washington, D.C., as long as I’m your President. If they try they will be met with serious force!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 23, 2020 Þrátt fyrir að brjóta í bága við skilmála Twitter leyfði samfélagsmiðlarisinn tístinu að standa áfram. Ástæða þess er að Twitter metur málið sem svo að það geti varðað almannahagsmuni að færsla forsetans sé aðgengileg almenningi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Twitter hefur sett fyrirvara við tíst forsetans eða falið þau. Í lok maí tísti Trump samsæriskenningu um að kjörseðlar sem sendir eru heim til fólks (e. mail-in ballots) leiði til kosningasvika. Færði forsetinn engar sönnur fyrir þeirri kenningu sinni. Twitter brást við þessu með því að setja fyrirvara á tíst forsetans og vísaði á hlekk sem leiddi á vefslóð þar sem hægt var að fá nánari upplýsingar um umrædda kjörseðla. Nokkrum dögum síðar tísti forsetinn um óeirðirnar sem ríkt hafa í Bandaríkjunum upp á síðkastið vegna morðsins á George Floyd, en hann lést í Minneapolis í Minnesota þegar lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. Andlát Floyd leiddi til stórfelldra mótmæla um öll Bandaríkin og víðar, og vakti upp umræðu um rótgróið og kerfisbundið ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum gagnvart svörtu fólki. Í því tísti sagði Trump að mótmælendur væru „óþokkar“ og þeir væru að vanhelga minningu Floyd. Hann hefði talað við ríkisstjóra Minnesota, Tim Walz, og tjáð honum að herinn stæði með honum. Tístið endaði svo á orðunum „Þegar ránin hefjast, hefst skothríðin. Takk fyrir!“ ....These THUGS are dishonoring the memory of George Floyd, and I won t let that happen. Just spoke to Governor Tim Walz and told him that the Military is with him all the way. Any difficulty and we will assume control but, when the looting starts, the shooting starts. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2020 Þetta tíst taldi Twitter sömuleiðis brjóta í bága við skilmála sína, og sagði það hafa hvatt til ofbeldis. Aðgangur að því tísti var einnig heftur, þannig að ekki var hægt að setja „like“ við það né svara því. Tístinu var þó leyft að standa, á sömu forsendum og tístinu sem forsetinn birti í dag.
Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira