Íslenski boltinn

Lykilmaður Blika með slitið krossband

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hildur Antonsdóttir verður ekki meira með Blikum í sumar.
Hildur Antonsdóttir verður ekki meira með Blikum í sumar. Vísir/Bára

Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna, er með slitið krossband.  Hún hafði leikið báða leiki Blika í deildinni frá upphafi til enda áður en kom að leik gærkvöldsins.

Breiðablik vann KR örugglega 6-0 í gærkvöld og hélt þar með frábærri byrjun sinni á sumrinu gangandi. Hefur liðið nú unnið alla þrjá leiki sína með markatölunni 11-0. Það eru þó ekki bara jákvæðar fréttir úr Kópavogi þar sem Hildur virðist með slitið krossband og því frá út tímabilið.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, var spurður út í meiðsli Hildar að loknum 6-0 sigrinum á KR.

„Við urðum fyrir nokkru áfalli núna. Hildur Antons sleit krossband á æfingu á sunnudaginn. En það kemur bara maður í manns stað og vonandi náum við bara að leysa vel það skarð sem hún skilur eftir sig,“ sagði Þorsteinn um meiðsli Hildar. 

Hinn 25 ára gamla Hildur lék 14 leiki með Breiðablik á síðustu leiktíð og skoraði í þeim fjögur mörk. Alls hefur hún leikið 168 leiki og skorað 28 mörk. Þá á hún að baki tvo A-landsleiki sem og leiki fyrir öll yngri landslið Íslands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×