Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2020 11:34 Íbúðarhverfi þar sem starfsmenn kjötvinnslunnar búa hefur verið girt af. EPA/Friedmann Vogel Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem svæði er lokað á nýjan leik eftir að byrjað var að létta á takmörkunum í maí. Veitingastöðum, kvikmyndahúsum og líkamsræktarstöðvum hefur verið lokað, fundir hafa verið bannaðir og samkomur hafa verið takmarkaðar verulega, svo eitthvað sé nefnt. Aðgerðirnar munu standa yfir í minnsta lagi til 30. júní en í millitíðinni ætla yfirvöld sér að fanga raunverulega útbreiðslu nýju kórónuveirunnar á svæðinu. Samkvæmt frétt Spiegel hafa aðgerðirnar áhrif á 365 þúsund manns. Fólkinu hefur ekki verið bannað að yfirgefa svæðið sem um ræðir en þau hafa verið beðin um að sýna almenna skynsemi og ferðast ekki. Enn sem komið er hafa einungis 24 aðilar sem vinna ekki í umræddri kjötvinnslu greinst með veiruna. Þar vinna um sjö þúsund manns og er búið að girða íbúðarhúsnæði þeirra af. Opinberir starfsmenn dreifa mat til þeirra og heilbrigðisstarfsmenn vinna að því að skima eftir veirunni meðal íbúa. BBC segir að öðru svæði í héraðinu hafi verið lokað. Þar sé um að ræða hverfi í borginni Göttlingen. Þar hafa einhverjir íbúa veist að lögregluþjónum með kylfum, flöskum og jafnvel flugeldum. Þýskalandi var hrósað mikið fyrir skipulögð og vel heppnuð viðbrögð þegar faraldur kórónuveirunnar komst á flug í Evrópu. Vel tókst að halda aftur af veirunni en tilfellum hefur farið fjölgandi í kjölfar þess að dregið var úr takmörkunum í maí. Embættismenn segja útlit fyrir að önnur bylgja gæti skollið á landinu en yfirvöld eru bjartsýn um að komið verði í veg fyrir það. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggja til að ytri landamærin verði opnuð 1. júlí Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í dag með því að innri landamæri ESB og Schengen-svæðisins verði opnuð í næstu viku og þau ytri um mánaðamótin. 11. júní 2020 19:00 WHO hvetur til notkunar á andlitsgrímum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar 5. júní 2020 23:08 Þjóðverjar afnema ferðatakmarkanir til Íslands Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi í Þýskalandi vegna kórónuveirufaraldursins gagnvart Evrópusambandslöndum, Bretlandi auk Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss verður aflétt með fyrirvörum frá og með 15. júní. 3. júní 2020 09:36 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem svæði er lokað á nýjan leik eftir að byrjað var að létta á takmörkunum í maí. Veitingastöðum, kvikmyndahúsum og líkamsræktarstöðvum hefur verið lokað, fundir hafa verið bannaðir og samkomur hafa verið takmarkaðar verulega, svo eitthvað sé nefnt. Aðgerðirnar munu standa yfir í minnsta lagi til 30. júní en í millitíðinni ætla yfirvöld sér að fanga raunverulega útbreiðslu nýju kórónuveirunnar á svæðinu. Samkvæmt frétt Spiegel hafa aðgerðirnar áhrif á 365 þúsund manns. Fólkinu hefur ekki verið bannað að yfirgefa svæðið sem um ræðir en þau hafa verið beðin um að sýna almenna skynsemi og ferðast ekki. Enn sem komið er hafa einungis 24 aðilar sem vinna ekki í umræddri kjötvinnslu greinst með veiruna. Þar vinna um sjö þúsund manns og er búið að girða íbúðarhúsnæði þeirra af. Opinberir starfsmenn dreifa mat til þeirra og heilbrigðisstarfsmenn vinna að því að skima eftir veirunni meðal íbúa. BBC segir að öðru svæði í héraðinu hafi verið lokað. Þar sé um að ræða hverfi í borginni Göttlingen. Þar hafa einhverjir íbúa veist að lögregluþjónum með kylfum, flöskum og jafnvel flugeldum. Þýskalandi var hrósað mikið fyrir skipulögð og vel heppnuð viðbrögð þegar faraldur kórónuveirunnar komst á flug í Evrópu. Vel tókst að halda aftur af veirunni en tilfellum hefur farið fjölgandi í kjölfar þess að dregið var úr takmörkunum í maí. Embættismenn segja útlit fyrir að önnur bylgja gæti skollið á landinu en yfirvöld eru bjartsýn um að komið verði í veg fyrir það.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggja til að ytri landamærin verði opnuð 1. júlí Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í dag með því að innri landamæri ESB og Schengen-svæðisins verði opnuð í næstu viku og þau ytri um mánaðamótin. 11. júní 2020 19:00 WHO hvetur til notkunar á andlitsgrímum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar 5. júní 2020 23:08 Þjóðverjar afnema ferðatakmarkanir til Íslands Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi í Þýskalandi vegna kórónuveirufaraldursins gagnvart Evrópusambandslöndum, Bretlandi auk Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss verður aflétt með fyrirvörum frá og með 15. júní. 3. júní 2020 09:36 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Leggja til að ytri landamærin verði opnuð 1. júlí Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í dag með því að innri landamæri ESB og Schengen-svæðisins verði opnuð í næstu viku og þau ytri um mánaðamótin. 11. júní 2020 19:00
WHO hvetur til notkunar á andlitsgrímum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar 5. júní 2020 23:08
Þjóðverjar afnema ferðatakmarkanir til Íslands Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi í Þýskalandi vegna kórónuveirufaraldursins gagnvart Evrópusambandslöndum, Bretlandi auk Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss verður aflétt með fyrirvörum frá og með 15. júní. 3. júní 2020 09:36