Ólíklegt að Valgeir verði frá jafn lengi og margir telja | Vesen erlendis með félagaskipti Ara og Stefáns Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 15:00 Brynjar Björn vonast til að Valgeir Valgeirsson verði ekki frá lengur en viku. Vísir/Bára Dröfn Vísir ræddi við Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfara HK, um þau meiðsli sem liðið hefur orðið fyrir í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Einnig var hann spurður út í mál Stefáns Alexanders Ljubicic og Ara Sigurpálssonar en hvorugur þeirra er kominn með leikheimild. Eftir að missa Arnar Frey Ólafsson, markvörð, og Bjarna Gunnarsson í meiðsli gegn FH þá fóru hinn ungi Valgeir Valgeirsson og Ásgeir Marteinsson báðir út af í ótrúlegum 3-0 sigri liðsins á KR í Frostaskjóli um helgina. „Það er ekki alveg vitað með Valgeir þó það virðist hafa verið fjallað um það á öllum miðlum. Þetta gætu verið nokkrir dagar eða jafnvel vika. Við vitum það ekki alveg í dag en fáum að vita meira í dag eða á morgun,“ sagði Brynjar Björn spakur varðandi meiðsli Valgeirs sem þurfti að fara af velli í síðari hálfleik. Valgeir lenti illa á öxlinni eftir að brotið var á honum í skyndisókn þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Var hann með kælipoka á öxlinni eftir leik og var talið að hann yrði frá í allt að tvær vikur. Valgeir var frábær gegn Íslansmeisturum KR í Frostaskjólinu um helgina.Vísir/Haraldur Guðjónsson Varðandi Ásgeir þá var það einfaldlega fyrirbyggjandi sagði Brynjar en leikmaðurinn var farinn að stinga niður fæti þegar hann var tekinn af velli á 85. mínútu leiksins. Í síðari hálfleik var Sigurður Hrannar Björnsson – markvörður liðsins – svo nuddaður af sjúkraþjálfara þegar tækifæri gafst. „Það var bara þreyta myndi ég halda. Það er komið langt síðan hann spilaði heilan leik og leikurinn var á grasi í þokkabót [HK æfir og keppir sína heimaleiki inn í Kórnum]. Völlurinn var blautur og þungur í þokkabót. Hann hafði tekið mikið af útspörkum ásamt því að vera bara á tánum allan leikinn. Það má eflaust skrifa þetta að mestu á skort á leikæfingu.“ Hægagangur erlendis er svo ástæða þess að Ari er enn skráður í Bologna á Ítalíu og Stefán í FC Riga í Lettlandi. „Varðandi Ara þá er þetta að einhverju leyti af því hann er ekki orðinn 18 ára gamall. Þá þarf UEFA [knattspyrnusamband Evrópu] að kvitta undir líka og það virðist bara taka langan tíma. Það tók líka langan tíma fyrir hann að fá leikheimild á Ítalíu þegar hann fór til Bologna síðasta haust. Framkvæmdastjóri félagsins er að vinna í því máli ásamt KSÍ en sambandið er að hjálpa okkur að koma þessu í gegn,“ sagði Brynjar um mál Ara. Mál Stefáns ætti svo að vera einfaldara en raun ber vitni. „Sambandið í Lettlandi á einfaldlega eftir að kvitta undir félagaskipti Stefáns hingað til lands. Eitthvað sem ætti bara að taka tíu mínútur í mesta lagi. En þetta er ekki í okkar höndum svo við verðum að bíða. Erum búnir að vera elta menn og reyna koma þessu í gegn. Eins og með Ara þá er KSÍ líka að hjálpa okkur í þessu máli.“ Þá var Brynjar að lokum spurður hvort HK væri í leikmannaleit en félagaskiptaglugginn lokar þann 30. júní. „Nei við erum það eiginlega ekki. Bíðum eftir að Stefán fái leikheimild, vonumst til þess að það gerist í dag eða á morgun. Hann er byrjaður að æfa með okkur og nú þarf hann bara að komast á völlinn.“ Ásamt þeim Ara og Stefáni þá hefur HK fengið Þorstein Örn Bernharðsson á láni frá KR, Jón Arnar Barðdal kom frá 2. deildarliði KFG eins og frægt er orðið. Þá skipti Alexander Freyr Sindrason endanlega yfir í HK eftir að hafa verið á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Næstum því átta ár síðan meistarar fengu stærri skell á heimavelli HK varð um helgina fyrsta félagið í tæp átta ár til að vinna þriggja marka sigur á heimavelli ríkjandi Íslandsmeistara. 22. júní 2020 10:30 Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 20. júní 2020 23:00 Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05 „Hann er hrikalega góður en hann er með skrokk níræðs manns“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, vonast til þess að Ólafur Örn Eyjólfsson, leikmaður HK, springi enn frekar út í sumar en Hjörvar ræddi um miðjumanninn öfluga í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið. 17. júní 2020 23:00 Hjörvar um breiddina fram á við hjá HK: „Skelfilegt mál“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að það sé skelfilegt mál að HK vakni upp við þann vondan draum að vera varla með framherja er Pepsi Max-deild karla er farinn af stað. 17. júní 2020 17:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Vísir ræddi við Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfara HK, um þau meiðsli sem liðið hefur orðið fyrir í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Einnig var hann spurður út í mál Stefáns Alexanders Ljubicic og Ara Sigurpálssonar en hvorugur þeirra er kominn með leikheimild. Eftir að missa Arnar Frey Ólafsson, markvörð, og Bjarna Gunnarsson í meiðsli gegn FH þá fóru hinn ungi Valgeir Valgeirsson og Ásgeir Marteinsson báðir út af í ótrúlegum 3-0 sigri liðsins á KR í Frostaskjóli um helgina. „Það er ekki alveg vitað með Valgeir þó það virðist hafa verið fjallað um það á öllum miðlum. Þetta gætu verið nokkrir dagar eða jafnvel vika. Við vitum það ekki alveg í dag en fáum að vita meira í dag eða á morgun,“ sagði Brynjar Björn spakur varðandi meiðsli Valgeirs sem þurfti að fara af velli í síðari hálfleik. Valgeir lenti illa á öxlinni eftir að brotið var á honum í skyndisókn þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Var hann með kælipoka á öxlinni eftir leik og var talið að hann yrði frá í allt að tvær vikur. Valgeir var frábær gegn Íslansmeisturum KR í Frostaskjólinu um helgina.Vísir/Haraldur Guðjónsson Varðandi Ásgeir þá var það einfaldlega fyrirbyggjandi sagði Brynjar en leikmaðurinn var farinn að stinga niður fæti þegar hann var tekinn af velli á 85. mínútu leiksins. Í síðari hálfleik var Sigurður Hrannar Björnsson – markvörður liðsins – svo nuddaður af sjúkraþjálfara þegar tækifæri gafst. „Það var bara þreyta myndi ég halda. Það er komið langt síðan hann spilaði heilan leik og leikurinn var á grasi í þokkabót [HK æfir og keppir sína heimaleiki inn í Kórnum]. Völlurinn var blautur og þungur í þokkabót. Hann hafði tekið mikið af útspörkum ásamt því að vera bara á tánum allan leikinn. Það má eflaust skrifa þetta að mestu á skort á leikæfingu.“ Hægagangur erlendis er svo ástæða þess að Ari er enn skráður í Bologna á Ítalíu og Stefán í FC Riga í Lettlandi. „Varðandi Ara þá er þetta að einhverju leyti af því hann er ekki orðinn 18 ára gamall. Þá þarf UEFA [knattspyrnusamband Evrópu] að kvitta undir líka og það virðist bara taka langan tíma. Það tók líka langan tíma fyrir hann að fá leikheimild á Ítalíu þegar hann fór til Bologna síðasta haust. Framkvæmdastjóri félagsins er að vinna í því máli ásamt KSÍ en sambandið er að hjálpa okkur að koma þessu í gegn,“ sagði Brynjar um mál Ara. Mál Stefáns ætti svo að vera einfaldara en raun ber vitni. „Sambandið í Lettlandi á einfaldlega eftir að kvitta undir félagaskipti Stefáns hingað til lands. Eitthvað sem ætti bara að taka tíu mínútur í mesta lagi. En þetta er ekki í okkar höndum svo við verðum að bíða. Erum búnir að vera elta menn og reyna koma þessu í gegn. Eins og með Ara þá er KSÍ líka að hjálpa okkur í þessu máli.“ Þá var Brynjar að lokum spurður hvort HK væri í leikmannaleit en félagaskiptaglugginn lokar þann 30. júní. „Nei við erum það eiginlega ekki. Bíðum eftir að Stefán fái leikheimild, vonumst til þess að það gerist í dag eða á morgun. Hann er byrjaður að æfa með okkur og nú þarf hann bara að komast á völlinn.“ Ásamt þeim Ara og Stefáni þá hefur HK fengið Þorstein Örn Bernharðsson á láni frá KR, Jón Arnar Barðdal kom frá 2. deildarliði KFG eins og frægt er orðið. Þá skipti Alexander Freyr Sindrason endanlega yfir í HK eftir að hafa verið á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Næstum því átta ár síðan meistarar fengu stærri skell á heimavelli HK varð um helgina fyrsta félagið í tæp átta ár til að vinna þriggja marka sigur á heimavelli ríkjandi Íslandsmeistara. 22. júní 2020 10:30 Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 20. júní 2020 23:00 Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05 „Hann er hrikalega góður en hann er með skrokk níræðs manns“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, vonast til þess að Ólafur Örn Eyjólfsson, leikmaður HK, springi enn frekar út í sumar en Hjörvar ræddi um miðjumanninn öfluga í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið. 17. júní 2020 23:00 Hjörvar um breiddina fram á við hjá HK: „Skelfilegt mál“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að það sé skelfilegt mál að HK vakni upp við þann vondan draum að vera varla með framherja er Pepsi Max-deild karla er farinn af stað. 17. júní 2020 17:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Næstum því átta ár síðan meistarar fengu stærri skell á heimavelli HK varð um helgina fyrsta félagið í tæp átta ár til að vinna þriggja marka sigur á heimavelli ríkjandi Íslandsmeistara. 22. júní 2020 10:30
Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 20. júní 2020 23:00
Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30
Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05
„Hann er hrikalega góður en hann er með skrokk níræðs manns“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, vonast til þess að Ólafur Örn Eyjólfsson, leikmaður HK, springi enn frekar út í sumar en Hjörvar ræddi um miðjumanninn öfluga í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið. 17. júní 2020 23:00
Hjörvar um breiddina fram á við hjá HK: „Skelfilegt mál“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að það sé skelfilegt mál að HK vakni upp við þann vondan draum að vera varla með framherja er Pepsi Max-deild karla er farinn af stað. 17. júní 2020 17:00