Innlent

Myndband sýnir áhrif stóra skjálftans á laugardaginn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Talsverðar drunur má heyra.
Talsverðar drunur má heyra. Mynd/Skjáskot

Veðurstofa Íslands hefur birt myndband sem tekið var í húsi á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði þegar jarðskjálfti að stærð 5,6 reið yfir síðastliðið laugardagskvöld.

Eins og sjá má lék allt á reiðiskjálfi í húsinu og heyra má talsverðar drunur. Í færslu Veðurstofunnar á Facebook sem fylgir myndbandinu segir að húsið sé um 60 kílómetra frá upptökum skjálftans, sem er sá næststærsti í þeirri skjálftahrinu sem nú er í gangi norður af Siglufirði.

„Af myndbandinnu að dæma vara áhrif skjálftans í um 25 sekúndur,“ segir í færslu Veðurstofunnar en skjálftinn fannst víða um land.

Umrætt myndband má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ekkert lát á skjálftavirkni í nótt

Jörð skalf áfram norðan heiða í nótt og var einn þeirra 3,3 stig. Annars hafa fáir farið yfir þrjú stig, miðað við töflu Veðurstofunnar.

Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta

Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu.

Skjálfti af stærðinni 5,7 reið yfir Norðurland

Jarðskjálftinn sem reið yfir norðurland klukkan 18:20 var ekki lengi stærsti skjálfti dagsins því jarðskjálfti af stærðinni 5,7 skók jörð skömmu eftir klukkan 19 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×