Greiðir skimunargjald fyrir viðskiptavini Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 21. júní 2020 11:44 Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures fann fyrir því að viðskiptavinum þótti gjaldið fráhrindandi og tók málin því í eigin hendur. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki ætlar að borga skimun fyrir viðskiptavini sína við komuna til landsins, en þeir hafa sett skimunargjaldið fyrir sig. Forstjórinn hvetur önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama, það sé hagur allra að gera Ísland að eftirsóknarverðari áfangastað. Frá og með næstu mánaðamótum mun fólk þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir kórónuveiruskimun á landamærunum við komuna til Íslands. Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures fann fyrir því að viðskiptavinum þótti gjaldið fráhrindandi og tók málin því í eigin hendur. Fyrirtækið hyggst greiða gjaldið fyrir viðskiptavini sína, í formi afsláttar á pakkaferðum. „Það er ljóst að það er heilmikil óvissa hjá ferðafólki um allan heim. Vírusinn er náttúrulega óvissa út af fyrir sig og það þarf að reyna að hafa eins litla óvissu þegar fólk er að bóka og hægt er,“ segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures. „Þetta er nú bara til þess gert að annars vegar koma til móts við þann kostnað sem viðskiptavinurinn lendir í og einnig til að minnka óvissuna.“ Fari hins vegar svo að viðskiptavinur þurfi að fara í sóttkví við komuna til landsins fær hann inneignarnótu hjá fyrirtækinu sem hann getur nýtt síðar. „Þetta er raunverulega bara gert til þess að auðvelda fólki ákvarðanatökuna að koma til Íslands,“ segir Styrmir. Hagur allra að laða að fleri ferðamenn Fyrirtækið hyggst greiða skimunina fyrir viðskiptavini sína meðan hennar nýtur við. „Við vonumst til þess að eftir því sem önnur lönd opnist og reynsla kemst á þetta að það þurfi ekki að fara í gegnum þessar skimanir, en þetta er ágætis leið til þess að byrja.“ Styrmir segir það hag allra að fá fleiri ferðamenn til landsins, hann hvetur því önnur fyrirtæki til að minnka óvissu viðskiptavini sinni og fara sömu leið. „Þó við séum í samkeppni við önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi, þá erum við einnig samstarfsaðilar og við erum öll í sama bátnum að kynna Ísland sem áfangastað,“ segir Styrmir. „Við erum að hvetja samstarfsaðila og samkeppnisaðila að taka upp svipað form og aðstoða viðskiptavininn í ákvarðanatökunni um að koma til Íslands.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þrjú smit staðfest í landamæraskimun Sjö virk smit eru á landinu og fækkar þeim um eitt milli daga. 20. júní 2020 13:09 Skilaboð um niðurstöður hafa ekki alltaf skilað sér Ýmis vandamál hafa komið upp við skimun á landamærunum eins og við var búist. Meðal þess sem unnið er að því að bæta er upplýsingagjöf til ferðamanna og tryggja að allt sé skýrt við komuna til landsins. 18. júní 2020 14:54 Icelandair fjölgar áfangastöðum í júlí: „Við erum að sjá mikinn áhuga á nágrannaþjóðunum“ Gert ráð fyrir að áfangastöðum Icelandair fjölgi verulega í júlí. Þá eru Íslendingar farnir að bóka flug í auknum mæli. 17. júní 2020 19:09 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki ætlar að borga skimun fyrir viðskiptavini sína við komuna til landsins, en þeir hafa sett skimunargjaldið fyrir sig. Forstjórinn hvetur önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama, það sé hagur allra að gera Ísland að eftirsóknarverðari áfangastað. Frá og með næstu mánaðamótum mun fólk þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir kórónuveiruskimun á landamærunum við komuna til Íslands. Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures fann fyrir því að viðskiptavinum þótti gjaldið fráhrindandi og tók málin því í eigin hendur. Fyrirtækið hyggst greiða gjaldið fyrir viðskiptavini sína, í formi afsláttar á pakkaferðum. „Það er ljóst að það er heilmikil óvissa hjá ferðafólki um allan heim. Vírusinn er náttúrulega óvissa út af fyrir sig og það þarf að reyna að hafa eins litla óvissu þegar fólk er að bóka og hægt er,“ segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures. „Þetta er nú bara til þess gert að annars vegar koma til móts við þann kostnað sem viðskiptavinurinn lendir í og einnig til að minnka óvissuna.“ Fari hins vegar svo að viðskiptavinur þurfi að fara í sóttkví við komuna til landsins fær hann inneignarnótu hjá fyrirtækinu sem hann getur nýtt síðar. „Þetta er raunverulega bara gert til þess að auðvelda fólki ákvarðanatökuna að koma til Íslands,“ segir Styrmir. Hagur allra að laða að fleri ferðamenn Fyrirtækið hyggst greiða skimunina fyrir viðskiptavini sína meðan hennar nýtur við. „Við vonumst til þess að eftir því sem önnur lönd opnist og reynsla kemst á þetta að það þurfi ekki að fara í gegnum þessar skimanir, en þetta er ágætis leið til þess að byrja.“ Styrmir segir það hag allra að fá fleiri ferðamenn til landsins, hann hvetur því önnur fyrirtæki til að minnka óvissu viðskiptavini sinni og fara sömu leið. „Þó við séum í samkeppni við önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi, þá erum við einnig samstarfsaðilar og við erum öll í sama bátnum að kynna Ísland sem áfangastað,“ segir Styrmir. „Við erum að hvetja samstarfsaðila og samkeppnisaðila að taka upp svipað form og aðstoða viðskiptavininn í ákvarðanatökunni um að koma til Íslands.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þrjú smit staðfest í landamæraskimun Sjö virk smit eru á landinu og fækkar þeim um eitt milli daga. 20. júní 2020 13:09 Skilaboð um niðurstöður hafa ekki alltaf skilað sér Ýmis vandamál hafa komið upp við skimun á landamærunum eins og við var búist. Meðal þess sem unnið er að því að bæta er upplýsingagjöf til ferðamanna og tryggja að allt sé skýrt við komuna til landsins. 18. júní 2020 14:54 Icelandair fjölgar áfangastöðum í júlí: „Við erum að sjá mikinn áhuga á nágrannaþjóðunum“ Gert ráð fyrir að áfangastöðum Icelandair fjölgi verulega í júlí. Þá eru Íslendingar farnir að bóka flug í auknum mæli. 17. júní 2020 19:09 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þrjú smit staðfest í landamæraskimun Sjö virk smit eru á landinu og fækkar þeim um eitt milli daga. 20. júní 2020 13:09
Skilaboð um niðurstöður hafa ekki alltaf skilað sér Ýmis vandamál hafa komið upp við skimun á landamærunum eins og við var búist. Meðal þess sem unnið er að því að bæta er upplýsingagjöf til ferðamanna og tryggja að allt sé skýrt við komuna til landsins. 18. júní 2020 14:54
Icelandair fjölgar áfangastöðum í júlí: „Við erum að sjá mikinn áhuga á nágrannaþjóðunum“ Gert ráð fyrir að áfangastöðum Icelandair fjölgi verulega í júlí. Þá eru Íslendingar farnir að bóka flug í auknum mæli. 17. júní 2020 19:09