Fyrsti fjöldafundur Trump haldinn á morgun þrátt fyrir áhyggjur vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júní 2020 23:31 Donald Trump Bandaríkjaforseti á fjöldafundi í mars síðastliðnum. Getty/Brian Blanco Hæstiréttur Oklahoma dæmdi í dag að fjöldafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem halda á í Tulsa á laugardag, megi fara fram. Þetta er fyrsti fjöldafundur forsetans frá því í mars. Kæra var lögð fram í vikunni í von um að stöðva fundinn vegna áhyggna um að fundurinn myndi auka líkur á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Tilfellum kórónuveirunnar hefur fjölgað í Oklahoma síðustu vikur og hafa heilbrigðisyfirvöld í ríkinu lýst yfir áhyggjum vegna fundarins. Talsmenn kosningabaráttu Trumps lýstu því yfir að meira en milljón hafi óskað eftir miðum á fundinn um helgina. Röð byrjaði að myndast fyrir utan Bank of Oklahoma Center, staðinn þar sem fundurinn verður haldinn, fyrr í þessari viku. Um nítján þúsund manns komast inn í salinn sem fundurinn mun fara fram í. Stuðningsmenn Trump byrjuðu að tjalda fyrir utan fundarstaðinn fyrr í þessari viku til að tryggja sér sæti á fundinum.Getty/Win McNamee Ákæran var lögð fram í nafni íbúa og fyrirtækja á svæðinu sem vildu tryggja að fjarlægðarmörk samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda Bandaríkjanna yrðu tryggð á viðburðinum eða að honum yrði aflýst. Hæstiréttur ríkisins sagði þó að tilslakanir væru farnar af stað í ríkinu og að fjarlægðartakmörk væru í höndum einstaka fyrirtækjaeigenda og einstaklinga. Þá hefur kosningastjórn Trump greint frá því að hiti viðstaddra verði mældur við innganginn og að boðið verði upp á handspritt og grímur á staðnum. Þá þurfa allir sem kaupa miða á netinu fyrir fundinn að haka við það að þeir taki alla ábyrgð smitist þeir af kórónuveirunni á viðburðinum og muni ekki kenna kosningabaráttu forsetans um „veikindi eða slys.“ Forsetinn sjálfur hefur mótmælt kröfunni um að fólk þurfi að bera grímur og sagt það vera á ábyrgð hvers og eins. Þá sagði Kayleigh McEnany, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, að þó að gestum væri boðið upp á grímur væri þeim ekki skylt að bera þær fyrir vitum. Hún sjálf muni ekki vera með grímu á viðburðinum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Segir Trump hafa biðlað til Xi um aðstoð til að tryggja vinsældir á kosningaári Stjórn Donald Trump reynir nú hvað hún getur til að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en forsetinn fær vægast sagt lélega einkunn hjá þjóðaröryggisráðgjafanum fyrrverandi. 18. júní 2020 07:05 Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Hæstiréttur Oklahoma dæmdi í dag að fjöldafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem halda á í Tulsa á laugardag, megi fara fram. Þetta er fyrsti fjöldafundur forsetans frá því í mars. Kæra var lögð fram í vikunni í von um að stöðva fundinn vegna áhyggna um að fundurinn myndi auka líkur á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Tilfellum kórónuveirunnar hefur fjölgað í Oklahoma síðustu vikur og hafa heilbrigðisyfirvöld í ríkinu lýst yfir áhyggjum vegna fundarins. Talsmenn kosningabaráttu Trumps lýstu því yfir að meira en milljón hafi óskað eftir miðum á fundinn um helgina. Röð byrjaði að myndast fyrir utan Bank of Oklahoma Center, staðinn þar sem fundurinn verður haldinn, fyrr í þessari viku. Um nítján þúsund manns komast inn í salinn sem fundurinn mun fara fram í. Stuðningsmenn Trump byrjuðu að tjalda fyrir utan fundarstaðinn fyrr í þessari viku til að tryggja sér sæti á fundinum.Getty/Win McNamee Ákæran var lögð fram í nafni íbúa og fyrirtækja á svæðinu sem vildu tryggja að fjarlægðarmörk samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda Bandaríkjanna yrðu tryggð á viðburðinum eða að honum yrði aflýst. Hæstiréttur ríkisins sagði þó að tilslakanir væru farnar af stað í ríkinu og að fjarlægðartakmörk væru í höndum einstaka fyrirtækjaeigenda og einstaklinga. Þá hefur kosningastjórn Trump greint frá því að hiti viðstaddra verði mældur við innganginn og að boðið verði upp á handspritt og grímur á staðnum. Þá þurfa allir sem kaupa miða á netinu fyrir fundinn að haka við það að þeir taki alla ábyrgð smitist þeir af kórónuveirunni á viðburðinum og muni ekki kenna kosningabaráttu forsetans um „veikindi eða slys.“ Forsetinn sjálfur hefur mótmælt kröfunni um að fólk þurfi að bera grímur og sagt það vera á ábyrgð hvers og eins. Þá sagði Kayleigh McEnany, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, að þó að gestum væri boðið upp á grímur væri þeim ekki skylt að bera þær fyrir vitum. Hún sjálf muni ekki vera með grímu á viðburðinum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Segir Trump hafa biðlað til Xi um aðstoð til að tryggja vinsældir á kosningaári Stjórn Donald Trump reynir nú hvað hún getur til að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en forsetinn fær vægast sagt lélega einkunn hjá þjóðaröryggisráðgjafanum fyrrverandi. 18. júní 2020 07:05 Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47
Segir Trump hafa biðlað til Xi um aðstoð til að tryggja vinsældir á kosningaári Stjórn Donald Trump reynir nú hvað hún getur til að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en forsetinn fær vægast sagt lélega einkunn hjá þjóðaröryggisráðgjafanum fyrrverandi. 18. júní 2020 07:05
Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21