Fyrsti fjöldafundur Trump haldinn á morgun þrátt fyrir áhyggjur vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júní 2020 23:31 Donald Trump Bandaríkjaforseti á fjöldafundi í mars síðastliðnum. Getty/Brian Blanco Hæstiréttur Oklahoma dæmdi í dag að fjöldafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem halda á í Tulsa á laugardag, megi fara fram. Þetta er fyrsti fjöldafundur forsetans frá því í mars. Kæra var lögð fram í vikunni í von um að stöðva fundinn vegna áhyggna um að fundurinn myndi auka líkur á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Tilfellum kórónuveirunnar hefur fjölgað í Oklahoma síðustu vikur og hafa heilbrigðisyfirvöld í ríkinu lýst yfir áhyggjum vegna fundarins. Talsmenn kosningabaráttu Trumps lýstu því yfir að meira en milljón hafi óskað eftir miðum á fundinn um helgina. Röð byrjaði að myndast fyrir utan Bank of Oklahoma Center, staðinn þar sem fundurinn verður haldinn, fyrr í þessari viku. Um nítján þúsund manns komast inn í salinn sem fundurinn mun fara fram í. Stuðningsmenn Trump byrjuðu að tjalda fyrir utan fundarstaðinn fyrr í þessari viku til að tryggja sér sæti á fundinum.Getty/Win McNamee Ákæran var lögð fram í nafni íbúa og fyrirtækja á svæðinu sem vildu tryggja að fjarlægðarmörk samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda Bandaríkjanna yrðu tryggð á viðburðinum eða að honum yrði aflýst. Hæstiréttur ríkisins sagði þó að tilslakanir væru farnar af stað í ríkinu og að fjarlægðartakmörk væru í höndum einstaka fyrirtækjaeigenda og einstaklinga. Þá hefur kosningastjórn Trump greint frá því að hiti viðstaddra verði mældur við innganginn og að boðið verði upp á handspritt og grímur á staðnum. Þá þurfa allir sem kaupa miða á netinu fyrir fundinn að haka við það að þeir taki alla ábyrgð smitist þeir af kórónuveirunni á viðburðinum og muni ekki kenna kosningabaráttu forsetans um „veikindi eða slys.“ Forsetinn sjálfur hefur mótmælt kröfunni um að fólk þurfi að bera grímur og sagt það vera á ábyrgð hvers og eins. Þá sagði Kayleigh McEnany, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, að þó að gestum væri boðið upp á grímur væri þeim ekki skylt að bera þær fyrir vitum. Hún sjálf muni ekki vera með grímu á viðburðinum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Segir Trump hafa biðlað til Xi um aðstoð til að tryggja vinsældir á kosningaári Stjórn Donald Trump reynir nú hvað hún getur til að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en forsetinn fær vægast sagt lélega einkunn hjá þjóðaröryggisráðgjafanum fyrrverandi. 18. júní 2020 07:05 Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Hæstiréttur Oklahoma dæmdi í dag að fjöldafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem halda á í Tulsa á laugardag, megi fara fram. Þetta er fyrsti fjöldafundur forsetans frá því í mars. Kæra var lögð fram í vikunni í von um að stöðva fundinn vegna áhyggna um að fundurinn myndi auka líkur á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Tilfellum kórónuveirunnar hefur fjölgað í Oklahoma síðustu vikur og hafa heilbrigðisyfirvöld í ríkinu lýst yfir áhyggjum vegna fundarins. Talsmenn kosningabaráttu Trumps lýstu því yfir að meira en milljón hafi óskað eftir miðum á fundinn um helgina. Röð byrjaði að myndast fyrir utan Bank of Oklahoma Center, staðinn þar sem fundurinn verður haldinn, fyrr í þessari viku. Um nítján þúsund manns komast inn í salinn sem fundurinn mun fara fram í. Stuðningsmenn Trump byrjuðu að tjalda fyrir utan fundarstaðinn fyrr í þessari viku til að tryggja sér sæti á fundinum.Getty/Win McNamee Ákæran var lögð fram í nafni íbúa og fyrirtækja á svæðinu sem vildu tryggja að fjarlægðarmörk samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda Bandaríkjanna yrðu tryggð á viðburðinum eða að honum yrði aflýst. Hæstiréttur ríkisins sagði þó að tilslakanir væru farnar af stað í ríkinu og að fjarlægðartakmörk væru í höndum einstaka fyrirtækjaeigenda og einstaklinga. Þá hefur kosningastjórn Trump greint frá því að hiti viðstaddra verði mældur við innganginn og að boðið verði upp á handspritt og grímur á staðnum. Þá þurfa allir sem kaupa miða á netinu fyrir fundinn að haka við það að þeir taki alla ábyrgð smitist þeir af kórónuveirunni á viðburðinum og muni ekki kenna kosningabaráttu forsetans um „veikindi eða slys.“ Forsetinn sjálfur hefur mótmælt kröfunni um að fólk þurfi að bera grímur og sagt það vera á ábyrgð hvers og eins. Þá sagði Kayleigh McEnany, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, að þó að gestum væri boðið upp á grímur væri þeim ekki skylt að bera þær fyrir vitum. Hún sjálf muni ekki vera með grímu á viðburðinum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Segir Trump hafa biðlað til Xi um aðstoð til að tryggja vinsældir á kosningaári Stjórn Donald Trump reynir nú hvað hún getur til að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en forsetinn fær vægast sagt lélega einkunn hjá þjóðaröryggisráðgjafanum fyrrverandi. 18. júní 2020 07:05 Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47
Segir Trump hafa biðlað til Xi um aðstoð til að tryggja vinsældir á kosningaári Stjórn Donald Trump reynir nú hvað hún getur til að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en forsetinn fær vægast sagt lélega einkunn hjá þjóðaröryggisráðgjafanum fyrrverandi. 18. júní 2020 07:05
Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21