Íslenski boltinn

Katla María og Íris Una: Langaði að sýna þeim að við værum lið sem ætlaði sér langt | Myndband

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stysturnar Katla María og Íris Una eru með háleit markmið fyrir sumarið og ferilinn.
Stysturnar Katla María og Íris Una eru með háleit markmið fyrir sumarið og ferilinn. Mynd/Stöð 2 Sport

Tvíburasysturnar Katla María Þórðardóttir og Íris Una skiptu yfir í Fylki frá Keflavík eftir að hafa verið í stóru hlutverki suður með sjó undanfarin ár. Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Pepsi Max Markanna, ræddi við þær systur í vikunni.

Katla María og Íris Una hafa verið fastamenn í liði Keflavíkur undanfarin ár sem og í yngri landsliðum Íslands en þær eru fæddar árið 2001. Hafa þær byrjað báða leiki Fylkis til þessa á tímabilinu en Fylkir vann Selfoss - nokkuð óvænt að sumra mati - í fyrsta leik Pepsi Max deildarinnar.

„Algjörlega. Þetta var mjög erfiður leikur sem við vissum að þetta yrði en við ákváðum að leggja okkur allar fram í leikinn og bjuggumst við góðum úrslitum,“ sagði Katla María er Helena ræddi við þær systur um leikinn í fyrstu umferð.

„Þetta var mjög sætt. Okkur langaði að sýna þeim við værum lið sem ætlaði sér að ná langt eins og þær. Við gerðum það og unnum þær,“ sgði Íris Una aðspurð hvort umtalið í kringum Selfoss liðið hafi gert sigurinn sætari.

„Við erum búnar að æfa varnarleikinn mjög vel. Sérstaklega fyrir leikinn á móti Selfoss, við vissum að við yrðum mikið í vörn,“ sagði Katla um sterkan varnarleik Fylkis í leiknum.

„Við setjum markmiðið hátt og stefnum á þrjú stig í hverjum leik,“ sagði Íris Una um markmið Fylkis í sumar. Það hefur gengið eftir en liðið vann KR 3-1 í gær.

„Stefnan er að fara út og spila, fara í Háskóla jafnvel,“ sögðu þær systum framtíðina en það er ljóst að markmiðin eru skýr.

Viðtal Helenu við þær Kötlu Maríu og Írisi Unu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Systurnar í ungu og efnilegu liði Fylkis

Tengdar fréttir

Kjartan: Réðum illa við boltann á grasinu

Fylkir vann góðan 3-1 útisigur á KR í Frostaskjólinu, í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.„Við fengum draumabyrjun. Við skoruðum á fyrstu mínútu og þetta var bara mjög góð byrjun, ” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis sáttur um byrjun leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×