Fótbolti

Segir brott­hvarf Ron­aldo ekki haft nein á­hrif á La Liga en tekið verði eftir því þegar Messi fer

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo í búningi Juventus.
Ronaldo í búningi Juventus. vísir/getty

Javier Tebas, yfirmaður La Liga, segir að brottför Cristiano Ronaldi hafi ekki haft nein áhrif á deildina en það verði tekið eftir því þegar Lionel Messi yfirgefur Barcelona.

Ronaldo kom til spænska risans árið 2009 og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Hann söðlaði um árið 2018 og gekk í raðir Juventus en Tebas segir að það ekki haft mikil áhrif.

„Brottför Ronaldo, þrátt fyrir að þeir í Madrid voru í uppnámi, hafði nánast enginn áhrif á deildina því við höfum verið að undirbúa í mörg ár að deildi sé stærri en leikmennirnir,“ sagði hann í samtali við RAC1.

„Málið með Messi er öðruvísi. Hann er besti leikmaðurinn í sögu fótboltans. Við höfum verið það heppnir að hafa hann í deildinni okkar. Ég held að það verði tekið eftir því þegar hann fer.“

Ronaldo skoraði 312 mörk á tíma sínum hjá Ral Madrid í La Liga, 105 í Meistaradeildinni og 22 í spænska bikarnum. Hann vann sextán bikara með Real, þar á meðal Meistaradeildina fjórum sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×