Erlent

Amy Klobuchar úti­lokar að verða vara­for­seta­efni Biden

Atli Ísleifsson skrifar
Amy Klobuchar er öldungadeildarþingmaður Minnesota og bauð sig sjálf fram til að verða forsetaefni Demókrata. Hún lýsti yfir stuðningi við Joe Biden þegar hún dró framboð sitt til baka.
Amy Klobuchar er öldungadeildarþingmaður Minnesota og bauð sig sjálf fram til að verða forsetaefni Demókrata. Hún lýsti yfir stuðningi við Joe Biden þegar hún dró framboð sitt til baka. Getty

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur útilokað að hún verði sjálf varaforsetaefni Demókratans Joe Biden í komandi forsetakosningunum í nóvember.

Klobuchar segir að Biden eigi þess í stað að velja „hörundsdökka konu“ sem sitt varaforsetaefni.

Nafn Klobuchar, sem er öldungadeildarþingmaður Minnesota og bauð sig sjálf fram til að verða forsetaefni Demókrata, hefur ítrekað verið nefnt sem líklegt varaforsetaefni Biden.

Fréttaskýrendur segja að dregið hafi úr líkum á að Klobuchar yrði fyrir valinu eftir dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í maí. 

Mikil mótmæli gegn kerfisbundnum rasisma og lögregluofbeldi hafa blossað upp víðs vegar um Bandaríkin í kjölfar dauða Floyd, en hann dó þar sem lögregla var að handtaka hann.

Biden hefur áður gefið sterklega í skyn að hann muni velja hörundsdökka konu sem varaforsetaefni sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×