Erlent

Jean Kennedy Smith fallin frá

Atli Ísleifsson skrifar
Jean Kennedy Smith var sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Írlandi um fimm ára skeið í forsetatíð Bills Clinton á tíunda áratugnum.
Jean Kennedy Smith var sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Írlandi um fimm ára skeið í forsetatíð Bills Clinton á tíunda áratugnum. Getty

Jean Kennedy Smith, bandarískur erindreki sem gegndi lykilhlutverki í sáttaviðleitunum á Norður-Írlandi, er látin, 92 ára að aldri.

Kennedy Smith var systir John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og sú síðasta í systkinahópnum sem var á lífi.

Dóttir Kennedy Smith staðfestir í samtali við New York Times að hún hafi andast á heimili sínu á Manhattan.

Kennedy Smith var sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Írlandi um fimm ára skeið í forsetatíð Bills Clinton á tíunda áratugnum.

Hún kom einnig á laggirnar menntaáætlun sem styður við bakið á listamönnum sem glíma við líkamleg eða andleg veikindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×