Vonast til að Rúmenarnir komi í október Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 12:30 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bíður þess að leika í EM-umspilinu. VÍSIR/GETTY Vonir standa til að íslenska karlalandsliðið í fótbolta leiki gegn Rúmeníu í október í umspilinu um sæti á EM á næsta ári. Fjögur íslensk félagslið bíða í mikilli óvissu um forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar. Þessi mál ættu að skýrast í vikunni. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er meðal þeirra sem sitja fjarfund UEFA á morgun og á fimmtudag þar sem búist er við að lagðar verði línur um mikilvægar dagsetningar landsleikja og Evrópukeppna félagsliða. Kórónuveirufaraldurinn setti allt mótahald í fótboltanum úr skorðum og víða á enn eftir að ljúka leiktíðinni 2019-20. Óvíst er hvenær forkeppnir Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, sem vanalega hefjast snemma í júlí, verða leiknar. „Við verðum bara að doka við og sjá hvað kemur upp úr hattinum. Þetta fer að skýrast og þó fyrr hefði verið en það er auðvitað að mörgu að huga. Það verður reynt að koma öllu fyrir þannig að það verði sem minnst rask, sem þó er orðið og mun verða,“ sagði Guðni við Vísi. Ljóst er að miklar fjárhæðir eru í húfi fyrir KR, Víking R., Breiðablik og FH, sem eiga sæti í forkeppnum Evrópukeppnanna tveggja. Hugsanlegt er að forkeppnirnar verði styttar, og þá spurning hvort eða hvernig UEFA myndi bæta félögum fjárhagslegan skaða, en Guðni vill sem minnst tjá sig um þessi mál fyrr en að afloknum fundi. „Auðvitað vonum við og göngum út frá því að þessu verði stillt upp þannig að það hafi sem minnst áhrif, bæði á leikjafyrirkomulagið og tekjur félaganna og knattspyrnusambanda. Það er markmiðið.“ Búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri Íslenska karlalandsliðið á fyrir höndum umspil um sæti á EM, þar sem fyrri leikur liðsins er við Rúmeníu, en ekkert hefur verið gefið uppi um hvenær umspilið fari fram. Leikurinn við Rúmeníu átti upphaflega að fara fram í mars, svo í júní, og Guðni segir að nú standi vonir til að hann fari fram í október. Þetta myndi væntanlega þýða einhverjar breytingar á leikjadagskrá Þjóðadeildarinnar, en miðað við núverandi áætlun ætti Ísland að mæta Englandi í september og leika í Þjóðadeildinni í þremur gluggum, í september, október og nóvember. Ísland ætti ekki að þurfa að spila heimaleik í nóvember, hvorki í Þjóðadeildinni né í umspilinu: „Við erum alveg búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og það er verið að miða við að þetta verði meðal annars spilað eftir okkar hentugleika, þannig að það muni ekki stangast á við okkar aðstæður. Við sjáum fram á að niðurstaðan verði að við spilum við Rúmeníu í október ef að til kemur, þannig að veðurfarið og vallaraðstæður verði ekki hindrandi,“ sagði Guðni. Dagskrá A-landsliðs kvenna liggur nokkuð ljós fyrir, en liðið á að ljúka undankeppni EM með leikjum í haust og fram til 1. desember. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Evrópudeild UEFA UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Fjarskafallegur Laugardalsvöllur stendur að öllum líkindum auður í allt sumar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir Laugardalsvöll í góðu standi en engir viðburðir verða á vellinum næsta mánuðina. 1. maí 2020 23:00 Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. 21. mars 2020 09:00 Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Þeir leikir sem eiga eftir að fara fram í Meistaradeildinni munu fara fram í Lissabon í Portúgal. 16. júní 2020 09:05 Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Vonir standa til að íslenska karlalandsliðið í fótbolta leiki gegn Rúmeníu í október í umspilinu um sæti á EM á næsta ári. Fjögur íslensk félagslið bíða í mikilli óvissu um forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar. Þessi mál ættu að skýrast í vikunni. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er meðal þeirra sem sitja fjarfund UEFA á morgun og á fimmtudag þar sem búist er við að lagðar verði línur um mikilvægar dagsetningar landsleikja og Evrópukeppna félagsliða. Kórónuveirufaraldurinn setti allt mótahald í fótboltanum úr skorðum og víða á enn eftir að ljúka leiktíðinni 2019-20. Óvíst er hvenær forkeppnir Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar, sem vanalega hefjast snemma í júlí, verða leiknar. „Við verðum bara að doka við og sjá hvað kemur upp úr hattinum. Þetta fer að skýrast og þó fyrr hefði verið en það er auðvitað að mörgu að huga. Það verður reynt að koma öllu fyrir þannig að það verði sem minnst rask, sem þó er orðið og mun verða,“ sagði Guðni við Vísi. Ljóst er að miklar fjárhæðir eru í húfi fyrir KR, Víking R., Breiðablik og FH, sem eiga sæti í forkeppnum Evrópukeppnanna tveggja. Hugsanlegt er að forkeppnirnar verði styttar, og þá spurning hvort eða hvernig UEFA myndi bæta félögum fjárhagslegan skaða, en Guðni vill sem minnst tjá sig um þessi mál fyrr en að afloknum fundi. „Auðvitað vonum við og göngum út frá því að þessu verði stillt upp þannig að það hafi sem minnst áhrif, bæði á leikjafyrirkomulagið og tekjur félaganna og knattspyrnusambanda. Það er markmiðið.“ Búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri Íslenska karlalandsliðið á fyrir höndum umspil um sæti á EM, þar sem fyrri leikur liðsins er við Rúmeníu, en ekkert hefur verið gefið uppi um hvenær umspilið fari fram. Leikurinn við Rúmeníu átti upphaflega að fara fram í mars, svo í júní, og Guðni segir að nú standi vonir til að hann fari fram í október. Þetta myndi væntanlega þýða einhverjar breytingar á leikjadagskrá Þjóðadeildarinnar, en miðað við núverandi áætlun ætti Ísland að mæta Englandi í september og leika í Þjóðadeildinni í þremur gluggum, í september, október og nóvember. Ísland ætti ekki að þurfa að spila heimaleik í nóvember, hvorki í Þjóðadeildinni né í umspilinu: „Við erum alveg búin að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og það er verið að miða við að þetta verði meðal annars spilað eftir okkar hentugleika, þannig að það muni ekki stangast á við okkar aðstæður. Við sjáum fram á að niðurstaðan verði að við spilum við Rúmeníu í október ef að til kemur, þannig að veðurfarið og vallaraðstæður verði ekki hindrandi,“ sagði Guðni. Dagskrá A-landsliðs kvenna liggur nokkuð ljós fyrir, en liðið á að ljúka undankeppni EM með leikjum í haust og fram til 1. desember.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Evrópudeild UEFA UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Fjarskafallegur Laugardalsvöllur stendur að öllum líkindum auður í allt sumar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir Laugardalsvöll í góðu standi en engir viðburðir verða á vellinum næsta mánuðina. 1. maí 2020 23:00 Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. 21. mars 2020 09:00 Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Þeir leikir sem eiga eftir að fara fram í Meistaradeildinni munu fara fram í Lissabon í Portúgal. 16. júní 2020 09:05 Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Fjarskafallegur Laugardalsvöllur stendur að öllum líkindum auður í allt sumar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir Laugardalsvöll í góðu standi en engir viðburðir verða á vellinum næsta mánuðina. 1. maí 2020 23:00
Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram „Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað. 21. mars 2020 09:00
Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Þeir leikir sem eiga eftir að fara fram í Meistaradeildinni munu fara fram í Lissabon í Portúgal. 16. júní 2020 09:05