Sport

Laxá í Kjós og Miðfjarðará opnuðu í gær

Karl Lúðvíksson skrifar
Laxá í Kjós opnaði í gær
Laxá í Kjós opnaði í gær

Þrjár laxveiðiár opnuðu í gær en það voru Eystri Rangá, Laxá í Kjós og Miðfjarðará og fleiri ár eru að opna næstu daga.

Veiði hófst í Laxá í Kjós við frekar erfiðar aðstæður í gær en áin óx mikið í vatni strax í morgunsárið og var orðinn mjög vatnsmikil og lituð. Einn lax kom samt á land eftir því sem við best vitum um morguninn á efri svæðunum eða nánar tiltekið við Króarshamar en fram að opnun hafði sést til laxa víða í ánni. Heildartala gærdagsins voru fimm laxar í Kjósinni sem er mjög fínt miðað við aðstæður. Miðfjarðará fór ágætlega af stað en þar hafa laxar líka sést nokkuð víða fram að opnun. Lokatala gærdagsins var sjö laxar sem er kannski undir væntingum en fín opnun á fyrsta degi engu að síður. 

Nú er vaxandi straumur og það þýðir bara að það ætti að vera að færast kraftur í göngurnar og það er þess vegna spennandi að fylgjast með ánum sem eru þegar opnaðar sem og að sjá hvernig opnanir verða í ánum sem eru að opna næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×