Unnu skemmdarverk á styttu af umdeildum rithöfundi sem þau kalla rasista og nauðgara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2020 22:28 Hér má sjá styttuna útataða í málningu. MOURAD BALTI TOUATI/EPA Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á.Það er krafa mótmælenda að styttan verði fjarlægð úr garði sem nefndur er eftir Montanelli, og að nafni garðsins verði breytt. Montanelli, sem lést árið 2001, viðurkenndi á sínum tíma að hafa keypt tólf ára stúlku frá Erítreu og kvænst henni, þegar hann var í ítalska hernum á fjórða áratug síðustu aldar. Þá varði hann einnig nýlendustefnu í skrifum sínum. Mótmælendahópurinn sem vann skemmdarverk á styttunni segja Montanelli hafa verið „nýlendusinna sem gerði þrælahald stóran hluta af sinni pólitísku stefnu.“ Eins sögðu mótmælendur að ekki ætti að hampa slíkum mönnum á opinberum stöðum. Giuseppa Sala, borgarstjóri Mílanó, hefur hins vegar sagt að styttan væri viðurkenning á óumdeilanlegum afrekum Montanelli á sviði blaðamennsku. „Hann var frábær blaðamaður sem barðist fyrir frelsi fjölmiðla. Þegar við lítum yfir æviskeið okkar, getum við þá sagt að það sé óflekkað? Líf manna eru dæmd í öllum sínum fjölbreytileika,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Sala. Sjálfboðaliðar sjást hér þrífa styttuna.Andrea Fasani/EPA Ítalía Kynþáttafordómar Styttur og útilistaverk Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á.Það er krafa mótmælenda að styttan verði fjarlægð úr garði sem nefndur er eftir Montanelli, og að nafni garðsins verði breytt. Montanelli, sem lést árið 2001, viðurkenndi á sínum tíma að hafa keypt tólf ára stúlku frá Erítreu og kvænst henni, þegar hann var í ítalska hernum á fjórða áratug síðustu aldar. Þá varði hann einnig nýlendustefnu í skrifum sínum. Mótmælendahópurinn sem vann skemmdarverk á styttunni segja Montanelli hafa verið „nýlendusinna sem gerði þrælahald stóran hluta af sinni pólitísku stefnu.“ Eins sögðu mótmælendur að ekki ætti að hampa slíkum mönnum á opinberum stöðum. Giuseppa Sala, borgarstjóri Mílanó, hefur hins vegar sagt að styttan væri viðurkenning á óumdeilanlegum afrekum Montanelli á sviði blaðamennsku. „Hann var frábær blaðamaður sem barðist fyrir frelsi fjölmiðla. Þegar við lítum yfir æviskeið okkar, getum við þá sagt að það sé óflekkað? Líf manna eru dæmd í öllum sínum fjölbreytileika,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Sala. Sjálfboðaliðar sjást hér þrífa styttuna.Andrea Fasani/EPA
Ítalía Kynþáttafordómar Styttur og útilistaverk Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira