„Best að hlaupa með mömmu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2020 21:00 Kvennahlaupið fór fram á sjötíu stöðum á landinu í dag og segja mæðgur sem tóku þátt í hlaupinu samveruna vera hápunkt dagsins. Kvennahlaupið fór fram í 31 sinn í dag en með örlítið breyttu sniði vegna kórónuveirufaraldurs „Við hólfaskiptum svæðinu og allir fóru samviskusamlega eftir því. Við erum mjög þakklát fyrir það, greinilega þá kunna allir þetta upp á tíu enda þurfti ekkert að hafa fyrir þessu,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Það var hér klukkan ellefu sem hlauparar spruttu úr spori í sól og blíðu. Það var ekki aðeins hlupið frá Garðabæ heldur einnig 69 öðrum stöðum á landinu.“ Frá kvennahlaupinu á Garðatorgi í dag.HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR Þessar mæðgur tóku þátt í nítjánda sinn í dag. „Við gengum. En við hlaupum alltaf í mark samt,“ sögðu mæðgurnar Eva og Gerd Skarpaas. Samveran sé stór partur af hlaupinu. „Mér finnst best að vera með mömmu, ég hleyp mikið sjálf en þetta geri ég alltaf með mömmu,“ sagði Eva. Forsetafrúin Eliza Reid fór fimm kílómetra. „Þetta er gaman, góð tónlist og gott veður, mikil stemning hér. Mjög skemmtilegt,“ sagði forsetafrúin Eliza Reid. Hvað ætlar þú að gera í tilefni dagsins til að verðlauna þig? „Við ætlum að keyra til Akureyrar bara núna. Ég vona að Guðni sé búinn að setja allt dótið og börnin í bílinn. Ég næ að skipta um föt en kannski stoppum við og fáum okkur ís á leiðinni, mér finnst það alveg við hæfi,“ sagði Eliza. Hlaup Heilsa Garðabær Tengdar fréttir Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. 13. júní 2020 12:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Kvennahlaupið fór fram á sjötíu stöðum á landinu í dag og segja mæðgur sem tóku þátt í hlaupinu samveruna vera hápunkt dagsins. Kvennahlaupið fór fram í 31 sinn í dag en með örlítið breyttu sniði vegna kórónuveirufaraldurs „Við hólfaskiptum svæðinu og allir fóru samviskusamlega eftir því. Við erum mjög þakklát fyrir það, greinilega þá kunna allir þetta upp á tíu enda þurfti ekkert að hafa fyrir þessu,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Það var hér klukkan ellefu sem hlauparar spruttu úr spori í sól og blíðu. Það var ekki aðeins hlupið frá Garðabæ heldur einnig 69 öðrum stöðum á landinu.“ Frá kvennahlaupinu á Garðatorgi í dag.HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR Þessar mæðgur tóku þátt í nítjánda sinn í dag. „Við gengum. En við hlaupum alltaf í mark samt,“ sögðu mæðgurnar Eva og Gerd Skarpaas. Samveran sé stór partur af hlaupinu. „Mér finnst best að vera með mömmu, ég hleyp mikið sjálf en þetta geri ég alltaf með mömmu,“ sagði Eva. Forsetafrúin Eliza Reid fór fimm kílómetra. „Þetta er gaman, góð tónlist og gott veður, mikil stemning hér. Mjög skemmtilegt,“ sagði forsetafrúin Eliza Reid. Hvað ætlar þú að gera í tilefni dagsins til að verðlauna þig? „Við ætlum að keyra til Akureyrar bara núna. Ég vona að Guðni sé búinn að setja allt dótið og börnin í bílinn. Ég næ að skipta um föt en kannski stoppum við og fáum okkur ís á leiðinni, mér finnst það alveg við hæfi,“ sagði Eliza.
Hlaup Heilsa Garðabær Tengdar fréttir Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. 13. júní 2020 12:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. 13. júní 2020 12:15