Erlent

Keyrði inn í þvögu mótmælenda og skaut einn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan í Seattle hefur haft hendur í hári árásarmannsins. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Lögreglan í Seattle hefur haft hendur í hári árásarmannsins. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Lindsey Wasson/Getty

Maður í bandarísku borginni Seattle í Washington-ríki hefur verið handtekinn eftir að hann ók inn í þvögu mótmælenda og skaut minnst einn. Á myndbandi sem náðist af atvikinu sést maðurinn skjóta mótmælanda úr bifreið sinni, og flýja svo vettvang fótgangandi.

Slökkvilið borgarinnar segir einn hafa verið fluttan á slysadeild. Um er að ræða 27 ára karlmann, en ástand hans er sagt stöðugt.

Á vef Seattle Times er birt myndband af atvikinu. Myndbandið hefst þegar bifreið mannsins hefur numið staðar og mótmælandi stendur fyrir utan bifreiðina. Þá skýtur ökumaðurinn einu skoti og mótmælandinn hörfar frá.

Í kjölfarið stekkur maðurinn út úr bílnum og veifar skammbyssu. Við það hlaupa mótmælendur í burtu og maðurinn gengur af vettvangi og í átt til lögreglunnar. Næst sýnir myndbandið, sem er klippt, þegar sjúkraflutningamenn hjálpa mótmælandanum sem varð fyrir skoti á fætur og hann er færður af vettvangi. Mikinn fögnuð mátti merkja hjá öðrum mótmælendum þegar hann stóð upp.

Myndbandið af atvikinu má sjá hér að neðan, en viðkvæmari lesendur eru varaðir við efni þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×