Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Vésteinn Örn Pétursson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 8. júní 2020 07:38 Herjólfur. Vísir/Vilhelm Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. Frá því nýi Herjólfur hóf að sinna hlutverki sínu um mitt síðasta ár hefur skipið sextíu og einu sinni þurft að sigla til hafnar í Þorlákshöfn vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn. Frá ágúst í fyrra til desember voru dagarnir tuttugu og einn og frá janúar á þessu ári og til apríl eru dagarnir fjörutíu. „Menn reiknuðu með sjötíu og einum degi að meðaltali á ári en þessi vetur hefur verið einstaklega þægilegur. Við höfum verið heppin að geta siglt alla mánuði í Landeyjar. Mismikið þó en til að mynda í desember það höfum við ekki gert áður,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Aldrei hafi verið færri ferðir í Þorlákshöfn í desember. Guðbjartur segir að til samanburðar hafi gamli Herjólfur siglt um og yfir 180 sinnum til Þorlákshafnar í stað Landeyja á sama tímabili 2018 til 2019. Farþegar með Herjólfi í maí, júní, júlí og ágúst í fyrra voru rúmlega 247 þúsund eða um 76,8% af heildarfarþegafjölda á árinu. Ljóst sé að vegna kórónuveirufaraldursins verði þeir færri í ár. „Það er alveg fyrirséð að það verður gríðarlegt högg í farþegaflutningum hjá okkur eins og bara hjá öllum öðrum á Íslandi og við erum búin að teikna upp mjög margar sviðsmyndir. Tekjufallið er mikið og við munum ekki sjá þann fjölda farþega sem við áttum von á í sumar,“ segir Guðbjartur. Lægri rekstrarkostnaður í nýja skipinu er þó farinn að skila sér en Herjólfur gengur fyrir rafmagni sem og olíu. „Við erum komin með rafmagnsturninn upp í Vestmannaeyjum en ekki í Landeyjum, þannig að við erum að keyra aðra leiðina á rafmagni og hina á olíu. Það er verulegur munur á rekstrarkostnaði hvort siglt er á rafmagni eða olíu.“ Herjólfur Vestmannaeyjar Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. Frá því nýi Herjólfur hóf að sinna hlutverki sínu um mitt síðasta ár hefur skipið sextíu og einu sinni þurft að sigla til hafnar í Þorlákshöfn vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn. Frá ágúst í fyrra til desember voru dagarnir tuttugu og einn og frá janúar á þessu ári og til apríl eru dagarnir fjörutíu. „Menn reiknuðu með sjötíu og einum degi að meðaltali á ári en þessi vetur hefur verið einstaklega þægilegur. Við höfum verið heppin að geta siglt alla mánuði í Landeyjar. Mismikið þó en til að mynda í desember það höfum við ekki gert áður,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Aldrei hafi verið færri ferðir í Þorlákshöfn í desember. Guðbjartur segir að til samanburðar hafi gamli Herjólfur siglt um og yfir 180 sinnum til Þorlákshafnar í stað Landeyja á sama tímabili 2018 til 2019. Farþegar með Herjólfi í maí, júní, júlí og ágúst í fyrra voru rúmlega 247 þúsund eða um 76,8% af heildarfarþegafjölda á árinu. Ljóst sé að vegna kórónuveirufaraldursins verði þeir færri í ár. „Það er alveg fyrirséð að það verður gríðarlegt högg í farþegaflutningum hjá okkur eins og bara hjá öllum öðrum á Íslandi og við erum búin að teikna upp mjög margar sviðsmyndir. Tekjufallið er mikið og við munum ekki sjá þann fjölda farþega sem við áttum von á í sumar,“ segir Guðbjartur. Lægri rekstrarkostnaður í nýja skipinu er þó farinn að skila sér en Herjólfur gengur fyrir rafmagni sem og olíu. „Við erum komin með rafmagnsturninn upp í Vestmannaeyjum en ekki í Landeyjum, þannig að við erum að keyra aðra leiðina á rafmagni og hina á olíu. Það er verulegur munur á rekstrarkostnaði hvort siglt er á rafmagni eða olíu.“
Herjólfur Vestmannaeyjar Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira