Íslenski boltinn

Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sölvi Geir er ekki í leikmannahópi Víkings í dag.
Sölvi Geir er ekki í leikmannahópi Víkings í dag.

KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi.

Í viðtali fyrir leik sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, að Óskar Örn Hauksson væri á varamannabekknum einfaldlega til að hvíla hann en Óskar er ekkert að verða yngri. Arnar Gunnlaugsson sagði ástæðuna þá sömu með Sölva Geir Ottesen en miðvörðurinn reyndi er ekki í leikmannahóp Víkinga í dag.

Sömuleiðis sagði Rúnar að staðan á Kristjáni Flóka Finnbogasyni, framherja liðsins, væri verri en ætlað hefði verið. Hann hefur verið að glíma við meiðsli síðan liðið mátti hefja æfingar saman að nýju og ekkert tekið þátt í æfingaleikjum KR.

Má hann fara varlega af stað um næstu helgi en þá eru enn nokkrar vikur í að hann sé klár í leik.

Meistarakeppni KSÍ hefst nú hvað á hverju og er leikurinn í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×