Dómsmálaráðherrann segir Trump aldrei hafa beðið um að hermenn yrðu sendir til að kveða niður mótmæli Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2020 16:25 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/John Bazemore Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, segir Bandaríkjaforseta ekki hafa gengið það langt að óska eftir því að tíu þúsund hermenn verði kallaðir út til þess að aðstoða lögreglu við að kveða niður óeirðir og mótmæli í bandarískum borgum. „Forsetinn bað hvorki um, né gaf í skyn, að við ættum að kalla til herlið,“ sagði Barr í viðtali í sjónvarpsþáttunum „Face the Nation on Sunday“ á CBS. „Það hefur verið gert í sögu landsins. Við reynum að forðast það og það er gleðiefni að það hafi tekist,“ sagði Barr. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, lýsti sig ósammála hótunum forsetans sem sagði það koma til beita hernum til að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar morðsins á George Floyd sem lést í haldi lögreglu. Fleiri stjórnmálamenn úr röðum Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst sig ósammála forsetanum, þar á meðal fyrrum ráðherra utanríkismála, Condoleeza Rice. Í viðtalinu sagði Barr að ríkisstjórnin hefði ekki gengið of langt þegar forsetinn hótaði að beita hernum. „Skoðun okkar var sú að við ættum bara að nota herinn sem neyðarúrræði. Það voru allir á sömu blaðsíðu,ׅ“ sagði Barr. Ráðherrann var einnig spurður út í það hvort það stæðist í raun og veru stjórnarskrá að forseti kallaði herinn út. Barr sagði að forsetinn hefði leyfi til þess að kalla út hermenn þrátt fyrir að samþykki ríkisstjóra skorti samkvæmt uppreisnarlögum sem sett voru í stjórnartíð Thomas Jefferson árið 1807. Lögunum var síðast beitt af George W. H. Bush árið 1992. Þjóðvarðlið hefur stutt lögreglu í mótmælunum en forsetinn tísti í morgun að liðið verði kallað til baka vegna þess góða árangurs sem hefur náðst. Varaði hann þó við því að þjóðvarðlið gæti snúið aftur sé þess þörf. Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, segir Bandaríkjaforseta ekki hafa gengið það langt að óska eftir því að tíu þúsund hermenn verði kallaðir út til þess að aðstoða lögreglu við að kveða niður óeirðir og mótmæli í bandarískum borgum. „Forsetinn bað hvorki um, né gaf í skyn, að við ættum að kalla til herlið,“ sagði Barr í viðtali í sjónvarpsþáttunum „Face the Nation on Sunday“ á CBS. „Það hefur verið gert í sögu landsins. Við reynum að forðast það og það er gleðiefni að það hafi tekist,“ sagði Barr. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, lýsti sig ósammála hótunum forsetans sem sagði það koma til beita hernum til að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar morðsins á George Floyd sem lést í haldi lögreglu. Fleiri stjórnmálamenn úr röðum Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst sig ósammála forsetanum, þar á meðal fyrrum ráðherra utanríkismála, Condoleeza Rice. Í viðtalinu sagði Barr að ríkisstjórnin hefði ekki gengið of langt þegar forsetinn hótaði að beita hernum. „Skoðun okkar var sú að við ættum bara að nota herinn sem neyðarúrræði. Það voru allir á sömu blaðsíðu,ׅ“ sagði Barr. Ráðherrann var einnig spurður út í það hvort það stæðist í raun og veru stjórnarskrá að forseti kallaði herinn út. Barr sagði að forsetinn hefði leyfi til þess að kalla út hermenn þrátt fyrir að samþykki ríkisstjóra skorti samkvæmt uppreisnarlögum sem sett voru í stjórnartíð Thomas Jefferson árið 1807. Lögunum var síðast beitt af George W. H. Bush árið 1992. Þjóðvarðlið hefur stutt lögreglu í mótmælunum en forsetinn tísti í morgun að liðið verði kallað til baka vegna þess góða árangurs sem hefur náðst. Varaði hann þó við því að þjóðvarðlið gæti snúið aftur sé þess þörf.
Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira