Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 22:36 Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf í fjölskyldufríi í Portúgal fyrir þrettán árum. Vísir/getty Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. Kveikjan að játningunni var frétt um mál Madeleine sem sýnd var í sjónvarpi á barnum. Maðurinn, Christian B., er 43 ára Þjóðverji. Hann afplánar nú dóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun í Algarve í Portúgal, bænum þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann er nú orðinn miðpunktur rannsóknar Scotland Yard, rannsóknarlögreglunnar í Lundúnum, á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin, líkt og tilkynnt var á blaðamannafundi í dag. Breskir fjölmiðlar hafa margir sankað að sér upplýsingum um manninn síðan lögregla svipti hulunni af mögulegri aðild hans að málinu í gær. Lögreglan hefur raunar sjálf verið nokkur rausnarleg á slíkar upplýsingar, að mati fréttaritara Sky og BBC. Sýndi myndband af nauðgun Fyrrnefnda fréttastofan tekur saman allt sem vitað er um þennan þýska fanga í umfjöllun sem birt var nú í kvöld. Þar er lögregla sögð hafa komist á sporið eftir að maðurinn játaði einhvers konar aðild að hvarfi Madeleine í samtali við annan mann þar sem þeir sátu á bar í Þýskalandi. Hinn grunaði hafi verið að fylgjast með frétt af máli Madeleine í sjónvarpi á barnum og í kjölfarið sagt „eitthvað sem gaf til kynna að hann bæri ábyrgð á hvarfi hennar“, líkt og segir í frétt Sky. Maðurinn er síðar sagður hafa sýnt hinum manninum myndband sem sýndi þann fyrrnefnda nauðga eldri konu, bandarískum ferðamanni, í Portúgal árið 2005. Lögreglu var tilkynnt um þessi samskipti um það leyti sem tíu ár voru liðin frá hvarfi Madeleine. Maðurinn var að endingu dæmdur fyrir nauðgunina í desember síðastliðnum og afplánar nú sjö ára dóm. Í frétt Sky segir að hár úr manninum sem fannst á vettvangi hafi haft úrslitaáhrif á rannsóknina. Maðurinn ferðaðist um Portúgal í húsbíl um nokkurra ára skeið og er talinn hafa dvalið í grennd við fjölskyldu Madeleine um það leyti sem hún hvarf. Lögregla hefur birt myndir af tveimur bílum í eigu mannsins, áðurnefndum húsbíl og bíl af gerðinni Jaguar, en hvorugur þeirra hefur varpað nokkru ljósi á hvarf Madeleine. Madeleine McCann Bretland Tengdar fréttir Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. Kveikjan að játningunni var frétt um mál Madeleine sem sýnd var í sjónvarpi á barnum. Maðurinn, Christian B., er 43 ára Þjóðverji. Hann afplánar nú dóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun í Algarve í Portúgal, bænum þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann er nú orðinn miðpunktur rannsóknar Scotland Yard, rannsóknarlögreglunnar í Lundúnum, á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin, líkt og tilkynnt var á blaðamannafundi í dag. Breskir fjölmiðlar hafa margir sankað að sér upplýsingum um manninn síðan lögregla svipti hulunni af mögulegri aðild hans að málinu í gær. Lögreglan hefur raunar sjálf verið nokkur rausnarleg á slíkar upplýsingar, að mati fréttaritara Sky og BBC. Sýndi myndband af nauðgun Fyrrnefnda fréttastofan tekur saman allt sem vitað er um þennan þýska fanga í umfjöllun sem birt var nú í kvöld. Þar er lögregla sögð hafa komist á sporið eftir að maðurinn játaði einhvers konar aðild að hvarfi Madeleine í samtali við annan mann þar sem þeir sátu á bar í Þýskalandi. Hinn grunaði hafi verið að fylgjast með frétt af máli Madeleine í sjónvarpi á barnum og í kjölfarið sagt „eitthvað sem gaf til kynna að hann bæri ábyrgð á hvarfi hennar“, líkt og segir í frétt Sky. Maðurinn er síðar sagður hafa sýnt hinum manninum myndband sem sýndi þann fyrrnefnda nauðga eldri konu, bandarískum ferðamanni, í Portúgal árið 2005. Lögreglu var tilkynnt um þessi samskipti um það leyti sem tíu ár voru liðin frá hvarfi Madeleine. Maðurinn var að endingu dæmdur fyrir nauðgunina í desember síðastliðnum og afplánar nú sjö ára dóm. Í frétt Sky segir að hár úr manninum sem fannst á vettvangi hafi haft úrslitaáhrif á rannsóknina. Maðurinn ferðaðist um Portúgal í húsbíl um nokkurra ára skeið og er talinn hafa dvalið í grennd við fjölskyldu Madeleine um það leyti sem hún hvarf. Lögregla hefur birt myndir af tveimur bílum í eigu mannsins, áðurnefndum húsbíl og bíl af gerðinni Jaguar, en hvorugur þeirra hefur varpað nokkru ljósi á hvarf Madeleine.
Madeleine McCann Bretland Tengdar fréttir Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21
Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent