Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 22:36 Madeleine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf í fjölskyldufríi í Portúgal fyrir þrettán árum. Vísir/getty Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. Kveikjan að játningunni var frétt um mál Madeleine sem sýnd var í sjónvarpi á barnum. Maðurinn, Christian B., er 43 ára Þjóðverji. Hann afplánar nú dóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun í Algarve í Portúgal, bænum þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann er nú orðinn miðpunktur rannsóknar Scotland Yard, rannsóknarlögreglunnar í Lundúnum, á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin, líkt og tilkynnt var á blaðamannafundi í dag. Breskir fjölmiðlar hafa margir sankað að sér upplýsingum um manninn síðan lögregla svipti hulunni af mögulegri aðild hans að málinu í gær. Lögreglan hefur raunar sjálf verið nokkur rausnarleg á slíkar upplýsingar, að mati fréttaritara Sky og BBC. Sýndi myndband af nauðgun Fyrrnefnda fréttastofan tekur saman allt sem vitað er um þennan þýska fanga í umfjöllun sem birt var nú í kvöld. Þar er lögregla sögð hafa komist á sporið eftir að maðurinn játaði einhvers konar aðild að hvarfi Madeleine í samtali við annan mann þar sem þeir sátu á bar í Þýskalandi. Hinn grunaði hafi verið að fylgjast með frétt af máli Madeleine í sjónvarpi á barnum og í kjölfarið sagt „eitthvað sem gaf til kynna að hann bæri ábyrgð á hvarfi hennar“, líkt og segir í frétt Sky. Maðurinn er síðar sagður hafa sýnt hinum manninum myndband sem sýndi þann fyrrnefnda nauðga eldri konu, bandarískum ferðamanni, í Portúgal árið 2005. Lögreglu var tilkynnt um þessi samskipti um það leyti sem tíu ár voru liðin frá hvarfi Madeleine. Maðurinn var að endingu dæmdur fyrir nauðgunina í desember síðastliðnum og afplánar nú sjö ára dóm. Í frétt Sky segir að hár úr manninum sem fannst á vettvangi hafi haft úrslitaáhrif á rannsóknina. Maðurinn ferðaðist um Portúgal í húsbíl um nokkurra ára skeið og er talinn hafa dvalið í grennd við fjölskyldu Madeleine um það leyti sem hún hvarf. Lögregla hefur birt myndir af tveimur bílum í eigu mannsins, áðurnefndum húsbíl og bíl af gerðinni Jaguar, en hvorugur þeirra hefur varpað nokkru ljósi á hvarf Madeleine. Madeleine McCann Bretland Tengdar fréttir Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. Kveikjan að játningunni var frétt um mál Madeleine sem sýnd var í sjónvarpi á barnum. Maðurinn, Christian B., er 43 ára Þjóðverji. Hann afplánar nú dóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun í Algarve í Portúgal, bænum þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hann er nú orðinn miðpunktur rannsóknar Scotland Yard, rannsóknarlögreglunnar í Lundúnum, á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin, líkt og tilkynnt var á blaðamannafundi í dag. Breskir fjölmiðlar hafa margir sankað að sér upplýsingum um manninn síðan lögregla svipti hulunni af mögulegri aðild hans að málinu í gær. Lögreglan hefur raunar sjálf verið nokkur rausnarleg á slíkar upplýsingar, að mati fréttaritara Sky og BBC. Sýndi myndband af nauðgun Fyrrnefnda fréttastofan tekur saman allt sem vitað er um þennan þýska fanga í umfjöllun sem birt var nú í kvöld. Þar er lögregla sögð hafa komist á sporið eftir að maðurinn játaði einhvers konar aðild að hvarfi Madeleine í samtali við annan mann þar sem þeir sátu á bar í Þýskalandi. Hinn grunaði hafi verið að fylgjast með frétt af máli Madeleine í sjónvarpi á barnum og í kjölfarið sagt „eitthvað sem gaf til kynna að hann bæri ábyrgð á hvarfi hennar“, líkt og segir í frétt Sky. Maðurinn er síðar sagður hafa sýnt hinum manninum myndband sem sýndi þann fyrrnefnda nauðga eldri konu, bandarískum ferðamanni, í Portúgal árið 2005. Lögreglu var tilkynnt um þessi samskipti um það leyti sem tíu ár voru liðin frá hvarfi Madeleine. Maðurinn var að endingu dæmdur fyrir nauðgunina í desember síðastliðnum og afplánar nú sjö ára dóm. Í frétt Sky segir að hár úr manninum sem fannst á vettvangi hafi haft úrslitaáhrif á rannsóknina. Maðurinn ferðaðist um Portúgal í húsbíl um nokkurra ára skeið og er talinn hafa dvalið í grennd við fjölskyldu Madeleine um það leyti sem hún hvarf. Lögregla hefur birt myndir af tveimur bílum í eigu mannsins, áðurnefndum húsbíl og bíl af gerðinni Jaguar, en hvorugur þeirra hefur varpað nokkru ljósi á hvarf Madeleine.
Madeleine McCann Bretland Tengdar fréttir Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21
Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13