Súkkulaði í vinnunni og fleiri góð ráð við syfju Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. júní 2020 11:00 Dökkt súkkulaði er sagt gott fyrir heilsuna og getur meðal annars hjálpað okkur þegar syfja sækir að okkur í vinnu. Vísir/Getty Það kannast allir við að finna stundum fyrir syfju í vinnunni. Ekki síst ef vinnan felst í því að þú situr við skrifborð eða tölvuskjá allan daginn. Auðvitað er mikilvægasta ráðið að tryggja sér góðan svefn, 7-9 klukkustundir á nóttu, þannig að þú sért úthvíld/ur. Stundum dugar góður nætursvefn samt ekki til. Okkur hreinlega syfjar þegar við sitjum við vinnu. Hér eru nokkur ráð sem gott er að grípa í á þessum augnablikum. 1. Stattu upp og hreyfðu þig oftar Það hressir okkur við að hreyfa okkur aðeins þannig að hvort sem það er að sækja einn kaffibolla, vatnsglas, fara á salernið eða taka sér hreinlega smá pásu með því að ganga um. Þegar þú finnur fyrir syfju er ágætis regla að standa upp. Skýringin á þessu er reyndar vísindaleg því ef við sitjum í sömu stellingunni lengi, hafa rannsóknir sýnt að líkaminn okkar fer í ákveðna svefnstöðu. 2. Prófaðu að hlusta á tónlist Margir nota tónlist oft og mikið í vinnu, stundum jafnvel til að einangra umhverfishljóð eða ná einbeitingu við verkefni. Rannsóknir hafa sýnt að það að hlusta á tónlist sem þér finnst skemmtileg er hressandi og gefur aukinn kraft. Þannig að ,,pop up the volume“ eins og sumir myndu segja. 3. Drekktu meira vatn Að syfja er oft vísbending um að líkamanum vantar meiri vökva. Að vera með vatnsbrúsa á borðinu er fínt ráð og ef ekki, þá er um að gera að standa upp og sækja sér vatnsglas til að þamba því það svo sannarlega hressir mann við ef syfjan hefur gert vart við sig. 4. Tyggjó Rannsóknir hafa sýnt að það að tyggja tyggjó hjálpar til við að halda okkur vakandi. Sumir nýta sér þetta ráð markvisst og fá sér til dæmis gott tyggja þegar síðdegissyfjan segir til sín í vinnunni. 5. Dökkt súkkulaði Hér kemur síðan ráðið sem margir munu halda hvað mest upp á en það er að fá sér smá súkkulaði til að hressa sig við! Við erum þó að tala um 70% dökkt súkkulaði en margar rannsóknir hafa sýnt að það getur haft jákvæð áhrif á heilsu, þ.m.t. hresst okkur við og gefið okkur orku. Muna samt að belgja sig ekki út af góða súkkulaðinu því 30% af því er fita. Veldu því gæðasúkkulaði sem er dökkt með 70% kakóinnihaldi eða meira og hafðu það nálægt þér við vinnu. Góðu ráðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Það kannast allir við að finna stundum fyrir syfju í vinnunni. Ekki síst ef vinnan felst í því að þú situr við skrifborð eða tölvuskjá allan daginn. Auðvitað er mikilvægasta ráðið að tryggja sér góðan svefn, 7-9 klukkustundir á nóttu, þannig að þú sért úthvíld/ur. Stundum dugar góður nætursvefn samt ekki til. Okkur hreinlega syfjar þegar við sitjum við vinnu. Hér eru nokkur ráð sem gott er að grípa í á þessum augnablikum. 1. Stattu upp og hreyfðu þig oftar Það hressir okkur við að hreyfa okkur aðeins þannig að hvort sem það er að sækja einn kaffibolla, vatnsglas, fara á salernið eða taka sér hreinlega smá pásu með því að ganga um. Þegar þú finnur fyrir syfju er ágætis regla að standa upp. Skýringin á þessu er reyndar vísindaleg því ef við sitjum í sömu stellingunni lengi, hafa rannsóknir sýnt að líkaminn okkar fer í ákveðna svefnstöðu. 2. Prófaðu að hlusta á tónlist Margir nota tónlist oft og mikið í vinnu, stundum jafnvel til að einangra umhverfishljóð eða ná einbeitingu við verkefni. Rannsóknir hafa sýnt að það að hlusta á tónlist sem þér finnst skemmtileg er hressandi og gefur aukinn kraft. Þannig að ,,pop up the volume“ eins og sumir myndu segja. 3. Drekktu meira vatn Að syfja er oft vísbending um að líkamanum vantar meiri vökva. Að vera með vatnsbrúsa á borðinu er fínt ráð og ef ekki, þá er um að gera að standa upp og sækja sér vatnsglas til að þamba því það svo sannarlega hressir mann við ef syfjan hefur gert vart við sig. 4. Tyggjó Rannsóknir hafa sýnt að það að tyggja tyggjó hjálpar til við að halda okkur vakandi. Sumir nýta sér þetta ráð markvisst og fá sér til dæmis gott tyggja þegar síðdegissyfjan segir til sín í vinnunni. 5. Dökkt súkkulaði Hér kemur síðan ráðið sem margir munu halda hvað mest upp á en það er að fá sér smá súkkulaði til að hressa sig við! Við erum þó að tala um 70% dökkt súkkulaði en margar rannsóknir hafa sýnt að það getur haft jákvæð áhrif á heilsu, þ.m.t. hresst okkur við og gefið okkur orku. Muna samt að belgja sig ekki út af góða súkkulaðinu því 30% af því er fita. Veldu því gæðasúkkulaði sem er dökkt með 70% kakóinnihaldi eða meira og hafðu það nálægt þér við vinnu.
Góðu ráðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira