Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2020 20:38 Mynd af lögreglumanninum Derek Chauvin, eftir að hann var handtekinn. Hann hefur nú verið ákærður fyrir morðið á George Floyd. RCSO/AP Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. Lögreglumennirnir sem voru viðstaddir atvikið hafa einnig verið ákærðir fyrir að hafa aðstoðað Chauvin. Chauvin hafði áður verið ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu. vegna andláts Floyd. Chauvin hefur nú einnig verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Þrír aðrir lögreglumenn sem voru viðstaddir hafa verið ákærðir fyrir að hafa aðstoðað við eða stuðlað að morðinu á Floyd. Stigsmunur er á ákærunum, morð af þriðju gráðu felur í sér að sakborningurinn hafi ekki endilega ætlað sér drepa heldur hafi viðkomandi hagað sér á hættulegan hátt án þess að skeyta um líf annarra. Til þess að sakfella Chauvin fyrir morð af annarri gráðu þurfa saksóknarar að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að drepa Floyd. George Floyd var 46 ára gamall öryggisvörður sem starfaði á veitingastað í borginni. Hann var handtekinn þann 25 maí síðastliðinn og fylgdust vegfarendur með því þegar hann hrópaði á lögregluþjóninn að hann næði ekki andanum. Þá bað hann lögreglumanninn um að drepa sig ekki. Andlát Floyd hefur leitt til mikillar reiði í Bandaríkjunum og hafa óeirðir og víðtæk mótmæli átt sér stað víða í Bandaríkjunum. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49 Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Sjá meira
Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. Lögreglumennirnir sem voru viðstaddir atvikið hafa einnig verið ákærðir fyrir að hafa aðstoðað Chauvin. Chauvin hafði áður verið ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu. vegna andláts Floyd. Chauvin hefur nú einnig verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu. Þrír aðrir lögreglumenn sem voru viðstaddir hafa verið ákærðir fyrir að hafa aðstoðað við eða stuðlað að morðinu á Floyd. Stigsmunur er á ákærunum, morð af þriðju gráðu felur í sér að sakborningurinn hafi ekki endilega ætlað sér drepa heldur hafi viðkomandi hagað sér á hættulegan hátt án þess að skeyta um líf annarra. Til þess að sakfella Chauvin fyrir morð af annarri gráðu þurfa saksóknarar að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að drepa Floyd. George Floyd var 46 ára gamall öryggisvörður sem starfaði á veitingastað í borginni. Hann var handtekinn þann 25 maí síðastliðinn og fylgdust vegfarendur með því þegar hann hrópaði á lögregluþjóninn að hann næði ekki andanum. Þá bað hann lögreglumanninn um að drepa sig ekki. Andlát Floyd hefur leitt til mikillar reiði í Bandaríkjunum og hafa óeirðir og víðtæk mótmæli átt sér stað víða í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49 Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Sjá meira
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58
Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49
Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39
Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31